13.3.2011 | 11:48
Laun slökkviliðsmanna tuttugufalt lægri en bankastjóra?
Slökkviliðið gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu bjargar mannslífum og verðmætum hvern dag; samt eru launin smánarlega lá eins og flestra þjónustustétta. Verðmætamat á launum er engan vegin á réttri leið meðan bankastjóralaun er tuttugufalt hærri en laun slökkviliðsmanna. Launamismunur á ef til vill rétt á sér í einhverjum mæli en fyrst þarf að ákveða laun í lægri kantinum áður en laun bankastjóra og annarra æðstu embættismanna eru ákveðin; fyrir utan há laun fá þeir dagpeninga, bílastyrki og skattafrádrátt á bókakaupum, fá frí frá störfum, oft á launum til að endurmennunar þurfa engu að kosta til sjálfir.
Menntun hefur verið mælikvarði hárra launa, svokölluð æðri menntun gefur hærri laun; er ef til vill löngu komin út fyrir raunveruleg takmörk; er ekki komið kapphlaup um menntunarstig, fá hærri og hærri gráðu til að komast í gott starf? Ef til vill er menntunarstigið komið út fyrir takmörk árangurs og þróunar í fræðastörfum -og rannsóknum er raunverulega gætu átt sér stað; eru hærri laun fyrst og fremst takmarkið?
Heitt vatn lak við Laugardalsvöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook