15.3.2011 | 10:22
''Fiskimiðin - og krónan fjöregg/hlutabréf þjóðarinnar?''
Flökkustofnar og aðrir fiskistofnar eru mikil verðmæti; hvað Íslendinga snertir mikilvægasta auðlindin nú um stundir; ef þjóðin missir yfirráðin yfir fiskimiðunum verður ekki um efnahagslegt sjálfstæði að ræða. Örþjóðin í Norður- Atlandshafi mun hverfa af kortinu sem þjóð; án fiskimiða og annarra auðlinda. Allt er í heiminum fallvalt, fiskafurðir einnig, en tekist hefur að stjórna veiðunum nokkuð vel; - þarf samt alltaf að vera í endurskoðun. Kvóti og úthlutun hans er og verður staðreynd; frjálsar veiðar hvorki í úthöfum eða við strandlengjur ekki raunhæfur veruleiki.
Krónan og fiskurinn/auðlindir hugsuð í samhengi eru ekki minna verðmæti en hlutabréf í kauphöllum hvað sem líður áliti hlutdrægra matsfyrirtækja.
Bregðast ókvæða við færeyskum makrílkvóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook