2.8.2011 | 13:02
''Fárviðri í fjölmiðlum''
Gunnólfsvíkurfjall: Blíðudagur á Bakkafirði í ''óveðursspá''
Þá er verslunarmannhelgin liðin hjá með tilheyrandi útihátíðum í sól og regni. Undirrituð leggur til að norska veðurstofan verði fengin til að spá veðri vikuna fyrir næstu ''verslunarmannavertíð'' en veðurspámenn hér á landi verði í sumarfríi á meðan. Undarlegt að heyra og sjá veðurspár hér á landi þegar líður að umræddri helgi; þar sem engin veit almennilega hvort verður regn eða sól.( -Eða þorir ekki að spá-)
Skemmtanaiðnaðurinn virðist keppast við að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í fjölmiðlum því hvergi má rigna umrædda helgi. Stundum mátti sjá regndropa í öllum landshlutum þótt vitað sé að tæplega rigni í suðvestanblæ og sólskini austur á Fljótsdalshérað, svo dæmi sé tekið.
Þá var mikið gert úr kuldanum á Norðausturlandi í sumar þótt oft væri gott veður þrátt fyrir kulda um nætur. Ekki voru allsstaðar tún kalin, oftast góðar gæftir og fiskaðist ágætlega. Spretta verður með seinna móti en ekki heimsendir á ferðinni - ef til vill hafa fleiri byggðarlög svipaða sögu að segja þótt ekki rati hún í fréttir fjölmiðla um veðurfar.
(Myndin er tekin í sumar þar sem undirrituð dvaldist á Bakkafirði. (í júní til 15. júlí)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.8.2011 kl. 16:21 | Facebook