5.8.2011 | 11:12
Lík í lestinni?
Framtíð Sjálfstæðisflokksins mun ráðast af næsta landsfundi. Þótt skipt hafi verið um formann eftir efnahagshrunið 2008 hefur ekki orðið endurnýjun í forystu- og þingmannaliði flokksins enn sitja þeir sem eru tengdir umræddu hruni og óhóflegum kosningastyrkjum með einum eða öðrum hætti. Sumir hverjir mjög áberandi í fjölmiðlum og umræðum sem aldrei fyrr; eins og ekkert hafi gerst.
Umrætt fólk er vel menntað og hæfileikaríkt, en hefur lifað sjálft sig í stjórnmálum fyrir Sjálfstæðisflokkinn af umræddum ástæðum; getur átt góða framtíð fyrir land og þjóð á öðrum vettvangi.
Næsta kosningabarátta verður hörð og óvægin sem aldrei fyrr, Sjálfstæðisflokkurinn liggur vel við höggi, sat við völd í efnahagshruninu- og hafði setið lengi.Við bætist að ekki hefur farið fram uppgjör innan flokksins og að umrætt fólk dragi sig út úr stjórnmálum.
Forysta flokksins gekk í berhögg við samþykkt síðasta landsfundar, lýsti yfir stuðningi við greiðslu Icesaveskuldarinnar; en skuldinni samt sem áður hafnað af miklum meirihluta Sjálfstæðismanna - og þjóðarinnar.
Flokknum er nauðsyn á að ganga heill til leiks með nýtt fólk og forystu er getur leitt flokkinn með þeim gildum er hann stendur fyrir; flokkur allra stétta: Atvinnurekenda, bænda, launamanna, eldra fólksins, yngra fólksins og velferðarkerfi er þjónar þeim er veikt standa og þurfa hjálp.
Sjálfstæðisflokkurinn, stærsti stjórnmálaflokkur landsins getur ekki í lagt upp í nýja vegferð - með lík lestinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:47 | Facebook