10.8.2011 | 10:14
„Útgerð: – Pólitískar atkvæðaveiðar?“
Skelegg grein Páls Steingrímssonar, sjómanns í Fréttablaðinu í dag: Útgerð til eins árs? er athygli verð. Þar sýnir hann fram á fáránleika Þorvaldar Gylfasonar í stefnu um veiðar og rekstur í fiskveiðum. Stefna umrædds prófessors getur tæplega verið önnur en þjóðnýting fiskveiða, þá væntanlega reksturinn einnig - í pólitískum tilgangi, sem yrði vatn á myllu Samfylkingarinnar í atkvæðaveiðum , deila og drottna árlega með fjöregg þjóðarinnar .
Stefnan er þegar hafin með aukningu sjávarútvegsráðherra á gjafakvóta til báta í strandveiðum er höfðu selt burt kvótann eða höfðu engan áður, þeir strandveiðibátar er höfðu keypt sínar veiðiheimildir fengu ekkert en hafa verið margoft skertir og átt að fá úthlutað auknum heimildum. Hefði bætt rekstur þeirra því fastur rekstrarkostnaður þeirra er hár - þolir illa skerðingu; stjórnvöld hafa sett marga þessara báta í þrot allt frá því að skerðing hófs; þótt þeir hafi verið og séu uppistaðan í arðbærum rekstri smábáta, sérstaklega í smærri sjávarplássum.
Þá hefur óhófleg fjölgun strandveiðibáta valdið lækkun á fiskverði til útflutnings og er það mjög vafasöm staða til lengri tíma í baráttu fyrir markaðssetningu við aðrar fiskveiðaþjóðir.
Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður sjávarútvegsnefndar Alþingis sagði í viðtali á Bylgjunni fyrir nokkrum vikum að strandveiðin gæti orðið kaupauki fyrir kennara er hefðu langt sumarfrí frá starfi sínu; fáránleg launastefna enda er ætlast til að kennarar sæki námskeið yfir sumarið til að bæta þekkingu sína.
Þá hefur heyrst að söngvarar og sjoppueigendur hyggist bæta kjör sín með strandveiðum; fá áfram gjafakvóta frá núverandi ríkisstjórn, ekki annað séð en hér séu pólitískar atkvæðaveiðar ríkisstjórnarinnar markmiðið.
Grein Páls Steingrímssonar, sjómanns ættu flestir að lesa; sýnir með skýrum hætti stefnu ríkisstjórnarinnar í fiskveiðum hér við land.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:12 | Facebook