Hernaðurinn gegn landinu og þjóðinni?

Er núverandi ríkisstjórn í hernaði gegn þjóðinni og landinu -hvers vegna? Agerðir til að koma henni í ESB tekur á sig nýjar myndir. Risin er ESB- stofa til að kynna "sæluríkið" með ærnum kosnaði. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um skattfrían  fimm milljarða styrk frá ESB til aðlögunar á stjórnkerfi og  reglum  "sæluríkisins"  - styrk handa félagasamtökum/fræðasamfélginu.   Dulbúnir fjármunir til tryggingar meirihluta inngöngu þjóðarinnar í fyllingu tímans; m.ö.o. markviss kosningaherferð - að gleypa fámenna þjóð um aldur og ævi.

Miklir hagsmunir eru í húfi, ríkulegar auðlindir,  siglingaleið um norðurpólinn í augsýn -  auðlindir/olía o.fl  á norðurhvelinu enda hefur heyrst að ESB telji norðurslóðir mikilvægustu auðlindir sér til handa.

Matvæli og land til ræktunar eru dýrmætustu auðlindir heimsins vegna  vöntunar á fæðu handa vaxandi fjölda mannkyns. Fiskimiðin hér við land eru mikilvæg fyrir Evrópu, ræktunarland og olíulindir innan lögsögu landsins. Hagsmunir ESB að ná tangarhaldi á Íslandi eru augljósir.

Telja má að ríkisstjórnin er nú situr hafi gengið á mála hjá ESB; í markvissum "hernaði" gegn landi og  þjóð.

FrownHalo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband