1.2.2012 | 07:31
Evrópa logar stafna á milli -
Stefán Zweig, austurrískur rithöfundur skrifaði sjálfsævisögu sína, Veröld sem var, árin 1934-1942: ... er listrænt uppgjör höfundarins við samtímann og lýsir á einstakan hátt hvernig kynslóð hans glutraði niður gullöld öryggisins" í skiptum fyrir veröld haturs og villimennsku. Hún er þrungin söknuði eftir horfnum heimi en felur jafnframt í sér mikilvæg varnaðarorð til komandi kynslóða.... (Umsögn á bókarkápu)
Zweig þekkti ekki stríðið á vígvellinum og tók sér ferð þangað og skrifar: ... öðru sinni tók ég mér far með einum gripavögnunum þar sem kúguppgefnir menn sváfu í einni kös í kæfandi ólofti, meðan verið var að flytja þá út á blóðvöllinn, enda minntu þeir mest á sláturfé. Út yfir tóku þó sjúkralestirnar, sem ég varð tvisvar eða þrisvar að notast við. Þær minntu sorglega lítið á þessar björtu, hvítu og þrifalegu hjúkrunarlestir, sem stórhertogaynjur og stássmeyjar Vínarborgar létu ljósmynda sig að hjúkrunarstörfum í byrjun stríðsins. ...frumstæðar sjúkrabörur voru þar hlið við hlið, og á þeim lágu stynjandi ,löðursveittir og nábleikir menn, sem hélt við köfnun í svækjunni af mannasaur og joðóformi..."
...Mennirnir lágu í hálmbing eða beinhörðum kviktrjánum með blóðstokknar ábreiður yfir sér, í hverjum vagni lágu tveir eða þrír dauðir innan um stynjandi menn ... (Veröld sem var, bls 227, hér stendur fyrri heimsstyrjöld yfir en sagan náði fram í síðara heimsstyrjöld)
Ekki furða þótt þjóðir Evrópu hafi þráð frið, orðnar flakandi blóðvöllur, borgir sundursprengdar, allt atvinnulíf/mannlíf í rústum. Þeir er eftir lifðu sultu heilu hungri dóu umvörpum úr sjúkdómum og hungri; þvílíkur glæpur gegn mannkyni.
Hafa Evrópuþjóðir/vestrænn heimur ekki vaknað upp við vondan draum þar sem þjóðir þeirra eru á barmi gjaldþrots vegna græðgi, villimennsku banka og fjármálspillinar fyrirtækja er ógna friðsamlegum samfélögum; þar sem lög og reglur eru túlkuð eftir sérhagsmunum er henta þeim hverju sinni.
Lestur ævisögu Stefáns Sweig, Veröld sem var, er fyrir okkur er fæddumst ekki fyrr en eftir seinna stríð þörf áminning. Öðlumst betri skilning á þeim hörmungum er almenningur í Evrópu/heimurinn allur mátti þola í tveimur heimsstyrjöldum, kúgaður og stríðsþjáður.
Undirrituð hefur samúð með þjóðum Evrópu sem nú eiga ef til vill við enn dýpri vanda að etja en almenningur hér á landi; innganga okkar í ESB leysir hvorki þeirra vanda eða okkar.
Er sagan að endurtaka sig með nýrri ógn; kúgun fjármagns og græðgi sérhagsmunahópa - í skjóli skrifræðis Brussel; þar sem afkoma almennings og vonin um varanlegan frið og lýðræði er fótum troðin?
Evrópa logar stafna á milli, Evrópusambandið var stofnað til að tryggja varanlegan frið milli þjóða; en hefur það tekist?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.2.2012 kl. 19:39 | Facebook