Hugrakkur afreksmaður

Áhrifamikið viðtal við Eirík Inga Jóhannsson, sjómann (Kastljós i kvöld) er komst af þegar togarinn Hallgrímur fórst við Noreg í stórsjó og ofsaroki.  Viðtalið sýnir hinn mikla styrk er Eiríkur Ingi býr yfir, að geta farið í gegnum harmleikinn í löngu viðtali eftir svo stuttan tíma frá atburðinum auk þess sem skipsfélagar hann fórust allir eftir harða  baráttu fyrir lífi sínu.

Afrek hans er  ofar mannlegum skilningi; feigum verður ekki forðað né ófeigum í hel komið engu líkara en að honum væri hugað lengra líf; en  ungur og hraustur, bjó yfir miklum andlegan styrk og baráttuvilja. Að hann náði að  klæða sig í Björgunargallann; gerði honum kleift að halda sér ofansjávar svo lengi.

Frásögn Eiríks Inga sýndi  á  ógleymanlegan hátt  hvað störf sjómanna eru hættuleg; endalaus barátta við óviðráðanleg náttúröfl.

Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldna þeirra er fórust;  Guð gefi þeim styrk í sorginni.Halo


mbl.is „Ég ætla ekki að gefast upp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband