11.3.2012 | 01:31
Jóhanna og Össur fyrir Landsdóm?
Forsætisráðherra er stórtæk í orðum og stefnu yfir helgina, ESB-innganga er fyrst og síðast mál málanna, Hið nýja Ísland fær einfaldlega nýjan stjórnskipulegan grunn mótaðan af þjóðinni fyrir þjóðina, ; bæta lífskilyrði unga fólksins; síðast en ekki síst að koma núverandi forseta frá völdum og koma pólitískri ábyrgð á Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Landsdómi?
Tæplega nokkrum þjóðarleiðtoga dytti til hugar að henda þjóð sinni fyrir björg í upplausn og bankabraski í löndum ESB. Hvernig ætlar forsætisráðherra að bæta kjör unga fólksins með atvinnustefnu sem engu skilar; stendur í illdeilum við mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar, sjávarútveginn; - stendur í vegi fyrir virkjunum sem er undirstaða framþróunar í atvinnusköpum í nánustu framtíð?
Forsætisráðherra ætti fremur að vera þakklát forsetanum fyrir að framkvæma sem henni bar að framkvæma sem þjóðarleiðtoga. Ólafur Ragnar gekk fram fyrir skjöldu í Icesaveskuldinn sem þjóðin átti að greiða, skuldir einkabanka og óreiðumanna; forsetinn gerði gott betur, varði þjóð sína á erlendum vettvangi með glæsibrag svo eftir var tekið í alþjóðasamfélaginu.
Hvar voru forsætisráðherra og utanríkisráðherra þá?
Forsendur fyrir nýjum landsdómi kunna að vera til staðar; Jóhanna, forsætisráðherra og Össur, utanríkisráðherra brugðust þjóðinni á úrslitastundu í framtíð þjóðarinnar í umræddum málum; ættu að svara til saka -ekki síður en Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra?
Góða helgi.
Samfylkingin ein með skýra ESB-stefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:28 | Facebook