"Véfréttin í Delfí"

„Á liðnum áratugum hefur þetta  stjórnskipulag neyðaúrræði verið misnotað til að gera forsetann að miðpunkti pólitískra áhrifa. Í fornöld meitluðu menn nafla heimsins í stein í Delfí. Nú halda margir að hann sé á Bessastöðum“. (Fréttablaðið 13.07 bls10) Fyrrverandi  löglærður forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins fer háðsyrðum um forsetaembættið um leið og hann viðurkennir að forsetinn geti haft völd í neyðartilfellum.

Neyðarástand skapaðist  í stjórn landsins eftir hrunið og hefur ef til vill  kallað á samvisku forsetans að hafa áhrif – Stjórnskipun landsins var í molum og Alþingi naut ekki trausts almennings, búsáhaldabylting braust út.

Undirrituð telur það mistök forsetans ef satt er að hann hafi beitt áhrifum sínum  til að Framsóknarflokkurinn veitti fyrstu stjórninni hlutleysi eftir hrunið, Samfylkingu og Vinstri grænum. Þá átti að mynda utanþingsstjórn hefði verið farsælla; ekki boðlegt þjóðinni að Samfylkingin sæti við völd er var í hrunstjórninni.

Komið hefur í ljós að svokallaðir vinstri flokkar réðu ekki við stjórn landsins enda fékk „Vinstri velferðarstjórnin"  maklega ráðningu í síðustu kosningum.

Eitt aðalmál fyrrv. „velferðarstjórnar“ var að semja nýja stjórnarskrá er fékk ekki nægilegan hljómgrunn  - umræðan hafði þau hrif að háværar raddir hafa krafist þess að fá þjóðaratkvæði  inn í stjórnarskrána - en  hefur snúist upp í andhverfu sína. Upp hafa risið hinir og þessi hópar „óbeint pólitískir“ -eða  sérhagsmunahópar og safnað undirskriftum – síðan  ekið til Bessastaða  að fá neitum forsetans  – gott dæmi nú síðast er skatturinn á sjávarútvegsfyrirtækin – engan veginn raunsætt að greiða atkvæði um slík mál – að mismuna fyrirtækjum með slíkum hætti.

Framangreindu ástandi verður að linna – ef fylgi er fyrir að þjóðin greiði atkvæði í auknum mæli  vantar lög og reglur um framkvæmdina. Forsetinn er kominn í öngstræti með beinum afskiptum sínum af stjórnarháttum er einnig verður að linna  með nýrri stjórnarskrá. Kveðið  skýrt á að forsetinn hafi ekki völd nema í sérstökum neyðartilfellum – sem vissulega skapaðist eftir efnahagshrunið – og í tíð „vinstri velferðastjórnarinnar“ er ekki réði við stjórn landsins – má sérstaklega nefna Icesave-málið og skuldir heimilanna.

Ætlast verður til af fyrrverandi forsætisráðherra Þorsteini Pálssyni, að hann hafi skoðanir á því hvernig  stjórnskipun, forseti  og Alþingi eigi að fara með völd sín – í það minnsta fá „nútímalega véfrétt“ af Kögunarhóli.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband