Eru bókmenntir - fyrir sérstaka markhópa?

Eru bókmenntir orðnar fyrir sérstakan háskólamenntaðan  markhóp  þar sem glæpasögur eru í yfirgnæfandi meirihluta. Þekki marga er keyptu Illska  (nú tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðseftir Eirík Örn Norðdahl)  en hafa lagt hana frá sér hálflesna . Bókin er þung hefur heimspekilegt ívaf – en þráður  sögunnar nær ekki að tengja saman spennu og hið heimspekilega -bókin verður þess vegna lítt skiljanleg fólki – nema að hafa  þekkingu á heimspekilegum nótum.

 Eiginlega er Angóraflísin eftir Sjón hliðstætt vandamál en fékk Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.

Öðruvísi var áður fyrr er sögur höfunda  rokseldust almenningi  um leið og bækur þeirra komu út – má nefna Kiljan, Guðrúnu frá Lundi og Davíð Stefánsson svo dæmi séu nefnd.

Bækurnar um Ísfólkið seljast ár eftir ár en þykja víst ekki „merkilegur pappír“ –  eru ekki margverðlaunaðar – en  góð afþreying samt sem áður, fyrir almenning.

Vonandi eiga bókmenntir okkar eftir að auðgast aftur af efni  um mannlífið í víðum skilningi – en snúast ekki eingöngu um glæpi. Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband