2.12.2013 | 23:19
Eru bókmenntir - fyrir sérstaka markhópa?
Eru bókmenntir orðnar fyrir sérstakan háskólamenntaðan markhóp þar sem glæpasögur eru í yfirgnæfandi meirihluta. Þekki marga er keyptu Illska (nú tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðseftir Eirík Örn Norðdahl) en hafa lagt hana frá sér hálflesna . Bókin er þung hefur heimspekilegt ívaf en þráður sögunnar nær ekki að tengja saman spennu og hið heimspekilega -bókin verður þess vegna lítt skiljanleg fólki nema að hafa þekkingu á heimspekilegum nótum.
Eiginlega er Angóraflísin eftir Sjón hliðstætt vandamál en fékk Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.
Öðruvísi var áður fyrr er sögur höfunda rokseldust almenningi um leið og bækur þeirra komu út má nefna Kiljan, Guðrúnu frá Lundi og Davíð Stefánsson svo dæmi séu nefnd.
Bækurnar um Ísfólkið seljast ár eftir ár en þykja víst ekki merkilegur pappír eru ekki margverðlaunaðar en góð afþreying samt sem áður, fyrir almenning.
Vonandi eiga bókmenntir okkar eftir að auðgast aftur af efni um mannlífið í víðum skilningi en snúast ekki eingöngu um glæpi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook