Bókmenntir og auglýsingar

Vel má vera Agli Helgasyni sammála um að gengið hafi verið framhjá Þórunni Erlu Valdimarsdóttur (Fréttabl. í dag) við tilnefningu íslensku bókmenntaverðlaunanna; ekki af því hún er kona heldur vegna þess hún hefur fyrir skipað sér í raðir góðra rithöfunda. Má nefna Upp á Sigurhæðir, ævisögu Mattíasar Jochumssonar, skálds/sálmaskálds skrifuð af henni; ljóðabók Þorsteins frá Hamri hefði einn komið sterklega til greina.

Útnefning bókmenntaverðlaunanna á að endurspegla bókmennti okkar á breiðum grundvelli en ekki að vera „markmið til auglýsingar“ á viðkomandi bókum.

Annars  er undirrituð hætt að kaupa bækur sem Kolbrún Bergþórsdóttir mælir með nema kanna nánar efnið,  sölumarkmið/ auglýsingar virðist vera markmið  Silfur Egils að töluverðu leyti; viðmælendur notaðir í auglýsingum með „frösum“ eftir þá.

Þó eru viðtöl Egils við rithöfunda mun betri þar sem bókmenntir eru meira áberandi en auglýsingar.Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband