Guðfræðiprófessor gengur fram fyrir skjöldu í velferðarmálum.

Pétur Péturson, guðfræðiprófessor hefur nú gegnið fram fyrir skjöldu til hjálpar þeim sem urðu fyrir ofbeldi á velferðarstofnunum. Innan skammst verður stofnað félag af fórnarlömbunum sem urðu fyrir varanlegu tjóni vegna meðferðar. Hæst ber Breiðuvíkurmálið en önnur fylgja í kjölfarið, heyrnleysingjaskólinn, o.fl.

Um þessi mál hefur verið fjallað af fjölmiðlum með miklu kappi. Pólitíktíkusar keppst við að lýsa yfir stuðningi sínu. Heilbrigðis-og félagsmálakerfið borið af sér alla hlutdeild í málinu. Nema Mattías Halldórsson, landlæknir sem hefur að bestu getu tekið á Breiðuvíkurmálinu til hjálpar þeim einstaklingum sem illa urðu úti í meðferð sem átti að vera þeim til hjálpar.

 Er dæmigert dæmi um stofnanir með sérhæfðu vel menntuðu starfsfólki á öllum sviðum.Það er eins og enginn viti hver af öðrum. Allir eru að vinna að velferð nánast í glerhúsi. Takmörkuð tengsl eru við raunverulega framkvæmd. Manneskjan sjálf aðeins nafn á pappír með skrifleg skilgreind vandamál. Kirkjan situr hjá að mestu leyti.

Ef til vill prédikar einn og einn prestur um málið í hálftómri kirkju en það nær ekki tilgangi sínum vegna þess það  vantar að athöfn fylgi orðum. 

 Boðskapur Krists finnur sér alltaf nýjan farveg sem birtist nú í framtaki Guðfræðiprófessorsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Skyldu Stúlkurnar á  Bjargi ganga í þetta félag? Pétur Pétursson skrifaði nefnilega sögu Hjálpræðishersins, "Með himneskum armi". Eftir frásögn hans að dæma var enginn fótur fyrir ásökunum á hendur heimilinu önnur en illkvitni vondra manna . Ef nú stúlkurnar frá Bjargi vilja koma í félagið, hvað þá? Eiga þær þangað nokkuð erindi ef enginn var misþyrmingin á þeim eða ætli Pétur breyti þá söguskoðun sinni?   

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.3.2007 kl. 15:27

2 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Ef ég þekki minn ágæta kennara rétt þá mun enginn verða útilokaður í væntanlegum félagsskab.

Svona mál eins Breiðuvíkurmálið hafa farið mjög leynt af hálfu þeirra sem sem hafa stjórnað þessum heimilum.

Engum venjulegum manni dettur svona illmennska í hlut.

Rétt eins og þegar nasistar drápu Gyðinga. Enginn trúði eða datt í hug slík illvirki.

Því miður er mannskepnan söm við sig.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 20.3.2007 kl. 15:40

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Málið fór ekkert leynt. Stúlkurnr á Bjargi komu sögu sinni á framfæri í Vikublaðinu Ostrunni haustið 1967 eins og lesa má á bloggsíðu minni: http://nimbus.blog.is/blog/nimbus/entry/121565/ Pétur gat þessarara heimildar samt að engu í bók sinni.

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.3.2007 kl. 15:49

4 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Vafasamt ef satt er, að Herinn hafi kært sig um þessa hlið málsins í söguna sem átti að "sýna himneskan arm."

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 20.3.2007 kl. 19:33

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband