Vín í matvöruverslanir: Kosningamál hjá Sigurði Kára og Birni Inga - fyrir hverja?

Sigurður Kári og  Ögmundur Jónasson tókust á um áfengissölu í matvöruverslunum á Stöð2 í fyrrakvöld, sem ekki náði í gegn á Alþingi. Björn Ingi hefur líka lýst skoðun sinni hér í blogginu. Mér fannst þingme:nirni fara halloka. Björn Ingi í bloggi sínu um Steingrím Sigfússon og Sigurður Kári fyrir Ögmundi. Ef eitthvað er þá hafa þeir aukið fylgið hjá Vinstri grænum tæpast hefur það verið ætlunin.

Er  ekki staða stjórnarliða nógu tæp í komandi kosningum  þótt Björn Ingi og Sigurður Kári beinlínis bæti ekki  um betur með ómálaefnalegum málflutningi um að áfengi verði leyftmatvöruverslunum. Samfélgslegur vandi vegna áfengis er svo mikill, að ástæða er til að opinber umræða fari fram áður en vín er sett í matvöruverslanir. Gott mál að þessu frumvarpi var ekki ýtt í gegnum Alþingi á síðustu stundu.

Þökk sé vinstri grænum ef þeir eiga "sök" eins og Björn Ingi og Sigurður Kári halda fram.

Hverra hagsmuna eru umræddir þingmenn  ganga? Vitað er að a.m.k. tíu prósent landsmanna eiga við við áfengisvanda að stríða. Fjölskylda sem tilheyrir hverjum og einum má allavega reikna fjóra til sex meðlimi til viðbótar. Auðvelt dæmi. Meira en helmingur þjóðarinnar tengist meira og minna áfengisvanda. Þar við bætist svo sterkari efni. Vitaða er að ungt fólk undir tvítugu skaðast varanlega  af neyslu áfengis í óhófi. Munar um hvert ár sem  unglingar neyti ekki áfengis. Öllum má vera ljóst að áfengi í matvöruverslunum  mun auka áfengisneyslu unglinga. Aðgengi áfengis er meira en nægilegt þótt ekki sé lengra gegnið. Hafa gráðugir víninnflytjendur sem hafa nóga sölu fyrir svona mikil áhrif hjá Birni Inga og Sigurði Kára? Velferð til almannaheilla virðist ekki ráða för?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir pistil.  Bloggaði um þetta líka.  Um þetta er alls ekki samstaða í flokkunum og svona mál á ekki að fara í gegn nema umræður um það fari fram í þinginu.  Þakka pistilinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.3.2007 kl. 15:59

2 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Takk fyrir undirtektir. Við verðum að standa okkur í umræðunni, alltaf!

Sendi Birni Inga tóninn í blogginu en mér fannst sú bloggfærsla renna hratt í gegn, ekki fá athygli.

Ákvað að krifa annað  svipað blogg og taka Sigurð Kára með.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 21.3.2007 kl. 16:22

3 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Ég er sammála þér með að aðgengi að áfengi á ekki að gera þægilegra en nú er. Þó er það svo að frumvarp þetta hefur verið lagt fram á undanförnum þingum fjórum og fengið umræðu þannig að því miður held ég að dropinn sé að hola steininn í þessum efnum en vona samt að svo sé ekki.

Varðandi Björn Inga þá er hann ekki Alþingismaður eins og ég skildi í pistlinum hér að ofan, hefur komið inn einu sinni sem varamaður.

Ragnar Bjarnason, 21.3.2007 kl. 19:44

4 Smámynd: ...

Sæl Laufey,

 Ég fann bloggið og er búin að dunda mér við að lesa í dag  

 Það er óhætt að segja að þú hefur ákveðnar skoðanir

 Við sjáumst á mánudaginn ..

 Kveðja,

María 

..., 21.3.2007 kl. 21:59

5 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Rétt hjá þér Ragnar hann var varamaður en vona samt að allir viti við hvern er átt.

Það fer í taugarnar á mér að ungur maður eins og Björn Ingi sem hefur hingað til verið talinn einn af leiðtogum flokksins skuli styðja þetta áfengisfrumvarp.

Hann hefur einning hingað til verið í forsvari hvaðað varðar börn og unglinga í sinni kosningabaráttu, sem varðar auðvitað almannaheill.

Áfengisfrumvarpið er getur ekki verið fyrir aðra en lítinn þrýstihóp. Það er svo undarlegt með frumvarpið að það hefur nánast enga umfjöllun fengið í fjölmiðlum. Ef til vill vegna þess að þeir sem að frumvarðinu standa vilja ekki umræðu til almennings.

Gæti farið eins og með klámráðstefnuna á Hótel Sögu að almenn mótmæli yrðu hver veit.

Tel að Björn Ingi gæti  útilokað sig frá æðstu stöðum í flokknum með svona bloggi eins og um Steingrím J. og áfengisfrumvarpðið.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 21.3.2007 kl. 23:22

6 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Mér fannst þetta bara mjög málefnanlegt hjá þeim félögum.

Það er fáránlegt að ekki sé hægt að nálgast léttvín eða bjór í matvöruverslunum hérlendis.  Það eru að ég held flestir landsmenn sammála um.  Vissulega þarf að ræða málið en engin haldbær rök eru fyrir því að leyfa það ekki. Hvernig er þetta allt í kring um okkur?? Áfengisneysla mun ekkert aukast þó svo aðgengi að áfengum drykkjum verði aðgengilegra.  Alls ekki.  Unglingadrykkja verður alltaf til staðar og unglingar verða sér alltaf úti um áfengi ef þeir kjósa svo.  Sama gildir um þá sem eru alkar, þeir redda sér alltaf og það minnkar ekki eða eykst með auknu aðgengi.  Boð og bönn leysa það ekki.

 "Aðgengi áfengis er meira en nægilegt þótt ekki sé lengra gegnið"

Þetta hefur ekkert með aðgengið að gera! Það eru drykkjarvenjur hér á landi sem fólk þarf að breyta, áfengi er hér t.d allt of dýrt og vínmenningin er döpur. Fólk drekkur sjaldnar og þá helst til að detta í það.  Ætli þessi menning myndi ekki stórlega lagast ef áfengi yrði selt í matvörubúðum, meiri samkeppni lægra verð + fólk fær sér kannski áfengi oftar i minna magni.

Það er dapurt að geta ekki skellt sér út í kjörbúðina á horninu og náð sér í eina rauðvín með sunnudagssteikinni.  Nú eða nokkra bjóra með enska boltanum.  Þetta er spurning um frelsi til að velja, það eru 90% af þjóðinni sem kunna að fara með áfengi ( skv þér ) og af hverju má ekki gera fólki það auðveldara að nálgast það?

 "Áfengisfrumvarpið er getur ekki verið fyrir aðra en lítinn þrýstihóp"

Þetta er ekki rétt hjá þér.  Það er mikill meginþorri þjóðarinnar sem vill að áfengi verði selt í matvörubúðum, amk léttvín og bjór. 

"Gæti farið eins og með klámráðstefnuna á Hótel Sögu að almenn mótmæli yrðu hver veit"

Almenn mótmæli vegna þessa?? Ef þetta mál færi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu yrði þetta samþykkt án nokkurs vafa.  Þrátt fyrir að háværu öfgahóparnir í landinu sem telja að boð og bönn við öllu leysi allan vanda vilji annað.  VG verða að reyna að skilja það t.d.

Björn og Sigurður færðu mjög góð rök, eitthvað sem þú gerir ekki.

Örvar Þór Kristjánsson, 22.3.2007 kl. 12:39

7 Smámynd: B Ewing

Það eru klárlega rangfærslur í málflutningi Örvars hér að ofan.  Það er enginn meirihluti fyrir því að áfengi sé fært yfir í matvöruverslanir.  Fylkingarnar hafa báðar staðið í um og yfir 40% svo það er alls ekki hægt að segja að flestir landsmenn vilji sjá áfengi í matvöruverslunum.

Það er nokkur önnur atriði sem eru að mínu mati stór þáttur, og afar sterk rög gegn sölu áfengis í matvörubúðum.

 Fytrst ber að nefna aldur starfsfólks matvöruverslana.  Þar eru margir hverjir undir tvítugu, sem er löglegur áfengiskaupaaldur á Íslandi.  annarsstaðar í Evrópu eru þessi aldursmörk lægri.  Allar matvöruverslanir sem ég hef komið í undanfarin ár hafa fólk sem er um eða undir tvítugu í vinnu.  Alveg sama hvort um sé að ræða litla eða stóra búð. Fólk sem ekki hefur aldur til að selja áfengi á ekki að geta afgreitt áfengi yfir kassann.

Síðan er gefið mál að þjónustustig mun snarlækka. Í Vínbúðunum í dag finnur þú sémenntað fólk í víni.  Það fólk sé ég ekki fyrir mér í Hagkaup eða Bónus og stórefast ég um að þau launakjör og starfsumhverfi sem myndi bjóðast á þessum stöðum sé því fólki að skapi.

Vinsælustu tegundirnar verða meira áberandi á kostnað sérhæfaðri vöru. Sem þýðir fábrotnara úrval og lakari valkostir þegar sunnudagssteikin verður að vera með rétta víninu.

Þetta er einungis það sem kom upp í hugann við þessi skrif hér og nú.  Ég veit að ástæðurnar eru miklu fleiri.

B Ewing, 22.3.2007 kl. 15:40

8 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Ég er sammála

Jón Sigurgeirsson , 22.3.2007 kl. 21:30

9 Smámynd: Rúnar Óli Bjarnason

Tja, hvoru megin skulu harðsoðin egg opnuð? Það eru sterk rök fyrir að opna eggin á mjóa endanum held ég, og ekkert haldbært sem segir að við ættum að leyfa opnun eggja á þeim feita.

Endalaus vitleysa er þetta. Og svari mér þessu nú andstæðingar áfengissölu í matvöruverslunum:

Ef Jón vill selja Guðmundi vín í matvöruverslun sinni, hvað kemur það þér þá við? Samkvæmt hvaða rétti máttu banna þeim þessi viðskipti sín á milli?

Og hvar er það ritað í stjórnarskrá lýðveldisins að ríkið skuli reka verslun, hvað þá ÁFENGISverslun? 

Þótt svo mikil væri að allir Íslendingar væru drekkandi dag og nótt, þá væri sú áfengisneysla endalaust hollari fyrir íslenskt samfélag en þessi óþolandi áfengisfasismi.

Rúnar Óli Bjarnason, 23.3.2007 kl. 04:41

10 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Þig vaNTAR

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 23.3.2007 kl. 10:19

11 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Þig vantar bara að bæta við að megi selja eiturlyf líka. Láta svou unglingana selja allt saman. Það mætti líka sérhanna barnapela með góðu léttvíni svona á sunnudagshelgum. Láta eggið koma á undan hænunni. Er það nokkuð bannað í stjórnaskránni????!!!!!!

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 23.3.2007 kl. 10:23

12 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Þig vantar bara að bæta við að megi selja eiturlyf líka. Láta svou unglingana selja allt saman. Það mætti líka sérhanna barnapela með góðu léttvíni svona á sunnudagshelgum. Láta eggið koma á undan hænunni. Er það nokkuð bannað í stjórnaskránni????!!!!!!

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 23.3.2007 kl. 10:23

13 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Sigríður Laufey..

Hveres konar svar er þetta?  "Þig vantar bara að bæta við að megi selja eiturlyf líka. Láta svou unglingana selja allt saman. Það mætti líka sérhanna barnapela með góðu léttvíni svona á sunnudagshelgum"

Ríkið sér um að selja áfengi, áfengið er löglegt.  Þeir sem eru yfir tvítugu meiga neyta áfengis.  Hvaða harmur yrði með því að leyfa sölu þess í matvöruverslunum?  Er einhver harmur með því í nágrannalöndunum?  Myndi bara ekki vínmenningin okkar breytast til hins betra?  Hvernig getur þú fullyrt að með meira aðgengi myndi unglingadrykkja aukast og jafnvel fleiri myndu falla í heljar bekkusar?? Rök takk fyrir!

Það hefur nákvæmlega ekkert með aðgengi að gera, nákvæmlega ekki neitt.  Boð og bönn hafa aldrei leyst neitt, og sá Alki sem ætlar sér að verða sér út um áfengi gerir svo...

Þetta er spurning um frelsi fyrir okkur þegna þessa lands.  Frelsi til þess að kaupa okkur áfengi með matnum, frelsi til þess að kaupa sér nokkra kalda bjóra með enska boltanum.  En þurfa ekki að fara í sérstaka vínbúð, heldur stökkva til kaupmannsinns á horninu.  Það er leyft í flestum siðmenntuðum löndum.  Af hverju þurfum við að vera eitthvað öðruvísi?  Þetta ber keim gömlu Sovétríkjanna. 

Svaraðu svo ekki svona eins og kjáni, færðu málefnanleg rök fyrir máli þínu

Örvar Þór Kristjánsson, 23.3.2007 kl. 11:13

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband