Basilika Krists konungs, Dómkirkja,Landakoti í Reykjavík.

Guðjón Samúelsson teiknaði einnig Landakotskirkju og er eftirfarandi tekið af netinu hjá Kaþólsku kirkjunni: 

“Kirkjan var byggð eftir teikningum íslenska arkitektsins Guðjóns Samúelssonar. Lengi var hún stærsta kirkja landsins. Kirkjan var vígð 23. júlí 1929. Það gerði sérstakur sendimaður Píusar XI, William kardínáli van Rossum CssR, yfirmaður stjórnardeildar Páfagarðs "De Propaganda Fide". Kardínálinn kom til Íslands til að lýsa yfir stofnun postullegrar trúboðskirkju á Íslandi og til að vígja til biskups postullegan stjórnanda hennar, Martein Meulenberg. Dómkirkjan ber nafn "Krists konungs" í heiðursskyni við Krist, Drottin alheimsins. Kirkjan er undir verndarvæng hinnar sælu Maríu meyjar Guðsmóður, sankti Jósefs og tveggja helgra, íslenskra manna, Jóns Ögmundarsonar og Þorláks Þórhallssonar. Kirkjuklukkurnar þrjár eru tileinkaðar Kristi konungi, Maríu mey og sankti Jósef. “
mbl.is 120 ár frá fæðingu Guðjóns Samúelssonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband