Sportveiðistefna Ómars í trilluútgerð - er ekki rekstrargrundvöllur.

Nýjasta útspil framboðs Íslandshreyfingarinnar er að sex tonna trillur fái að gutla frjálsar með tvær rúllur yfir sumartímann sem aukningu á úthlutuðum kvóta. Til að “opna glugga” upp í kvótakerfið. Til hvers? Er það ekki aðeins til að  rétta skrattanum litla fingurinn? Eyðileggur  það sem áunnist hefur með núverandi kvótakerfi, sem getur talist  viðunandi lausn á fiskveiðum.

Það sem þarf að gera er að skila skerðingunni til smábáta frá árunum 94-95.  Margir bátar hættu vegna þeirrar skerðingar.Fastur kostnaður í trilluútgerð var of mikill miðað við þær veiðiheimildir sem eftir urðu. Auk þess veikti þessi skerðing þá báta sem höfðu nýlega verið keyptir og höfðu ekki geri ráð fyrir skerðingunni.

Hér átti sér stað eignaupptaka án þess nokkur stjórnmálamaður gerði svo mikið sem athugasemd.  Til að hleypa nýju lífi í trilluútgerðina aftur,  sem heldur uppi byggðinni á þessum litlu stöðum, er  tvímælalaust besta lausnin að skila þessum“löglega stolnu heimildum.”  Verður farsælli lausn en byggðakvóti, sem herðir tökin á trillusjómönnum og bindur þá hinum alræmdu vistarböndium, sem voru lengi við líði í bændasamfélaginu.

Stórútgerðarmenn geta vel unað við sinn hlut þótt trilluútgerð fái raunverulegan rekstrargrundvöll með auknum veiðiheimidum. Þó nokkrir bátar á Bakkafirði þar sem undirrituð þekkir til hafa stækkað upp í tíu til fimmtán tonn. Það er góð þróun til þess að geta sótt sjóinn með meira öryggi út fyrir Langanesröst. Það sem þessa duglegu trillusjómenn vantar er meiri varanlegur kvóti. Ekki síst til línuveiða en það skapar einnig vinnu í landi og er verðmætt hráefni. Með allri virðingu fyrir Ómari Ragnarssyni sem sjónvarpsmanni er hann ekki traustvekjandi sem talsmaður trilluútgerðar. Hann hefði átt að setja sig betur inn í þá útgerð þegar hann var fréttamaður  úti á landsbyggðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband