Örvæntingarfullur stjórnmálaforingi?

Sorglegt var að hlusta á örvæntingarfullan fyrrverandi stjórnmálaforingja eins og Jón Baldvin Hannibalsson í sjónvarpinu í kvöld. Upphrópanir:  Landið í tötrum! Ónýt króna! Okurvextir! Burt með núverandi stjórn! Lýðræðið óvirkt! Jafnaðarmannaflokkurinn mistókts! Hvernig átti annað að vera um svo ólík öfl sem eru innan Samfylgingar?  Gáfaður maður eins og Jón Baldvin veit að dropinn holar steininn þegar um stjórnmál er að ræða. Ekkert við þessara stöðu að gera nema hafa biðlund þangað til flokkurinn hefur náð jafnvægi. Þangað til mun Jón Baldvin þurfa að sætta sig við önnur stjórnarmynstur ef fer sem horfir samkvæmt skoðanakönnunum.

Má segja að umræddar upphrópanir muni ekki verða Samfylgingunni til framdráttar í kosningabaráttunni. 

Virkt lýðræði hlýtur það að vera þegar fólki kýs það sem það vill og mun gera í komandi kosningum.  

Náðst hefur viðundandi sátt um landbúnað í samræmi við það sem er að gerast í heiminum. Engin lausn að rústa íslenskum landbúnaði, sjúkdómar eru alltaf að koma upp í búfénaði erlendis, sem ekki sést fyrir endann á í  nánustu framtíð.

Unnið markviss að uppgræðslu landsins og reynt að draga úr viðvarandi uppblæstri sem þó aldrei verður stöðvaður alveg vegna veðurfars.

Atvinna næg í landinu og horfur áframhaldandi stöðugleika.

Verkefni næstu stjórnarandstöðu verður að gefa aðhald um að afkoma öryrkja, aldraðra og þeirra lægst launuðu verði ekki svikinn eins og oftast hefur orðið eftir allar kosningar. Þá heldur Jón Baldvin vonandi vöku sinni um jafanaðastefnuna.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband