Vilja Vinstri Grænir - braska með kvóta?

Nú vilja vinstri grænir láta Ríkið fá 5% af úhlutuðum kvóta handa sjávarbyggðum. (Fréttabl. í dag) Hugmyndin er góð svona í fljótu bragði. Ekki bætir úr skák að Ríkið fari að braska með kvóta. Hugmyndin vekur upp spurningar. Hvaða byggðarlög er um að ræða? Eru það byggðir sem aðeins geta verið með litla báta vegna hafnaraðstöðu? Verður kvótanum úthlutað til þeirra trilluútgerða sem eru á viðkomandi stað. Geta viðkomandi trillur byggt rekstur og lífsviðuværi á þessari hugmynd til frambúðar? Ekki er vænlegt að sveitastjórnir fari að úhluta og braska með slíkar heimildir. Samkrull með eignaraðild sveitarfélaga og vinnlsu hefur löngu gegnið sér til húðar. Nauðsynlegt er að aðskilja veiðar og vinnslu í landi. Þá er ekki hægt að horfa framhjá markaðsumhverfi erlendis með fisk. Þarf að liggja fyrir hvort það borgar sig að vinna fisk á smærri stöðum yfirleitt. Athuga þarf hvort rekstur vinnslu í landi er raunhæfur og fái nægilegt hráefni t.d. í saltfiskverkun.Alla vega þurfa nokkri smáir að sameina sig ef slík vinnsla er framkvæmanleg t.d á Norðausturlandi. 

Þessi hugmynd getur tæplega orðið að veruleika nema hún verði sett fram og rædd við viðkomandi aðila. Að algert skilyrði sé að trilluútgerðir fái kvótann beint þar sem þær eru staðsettar. Að úgerðirnar fái kvótann án þess að greiða krónu í leigu það er réttlætismál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Þú verður að þola samræður um veiðar og fiskvinnslu. Svo hef ég að sjálffögðu  málfrelsi.

Það verður ekki rekstrargrundvöllur fyrir fiskvinnslu á Bakkafirði (og nágrenni)ef ekki er rekin öflug trilluútgerð.

Ekki hægt að útiloka sig frá umheiminum hvað varðar útflutning á markað erlendis. Óskandi að Litla Ísland gæti ráðið því en það er ekki svo einfalt.

Með kveðju. (Vonandi verður þú fiskvinnslugúrú á Norðausturhorninu ölllu!!!)

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 23.4.2007 kl. 20:27

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þú verður að skilja það Sigríður Laufey að það er óþolandi að horfa upp á fólk tjá sig með rökrænum tilburðum um eitt heitasta umræðuefni samfélagsins í mörgum byggðarlögum okkar án þess að hafa til þess þekkingu. Þetta mál snýst um miklar tilfinningar og heitar. Það snýst um afkomu FÓLKS og það snýst um niðurlægingu, heilbrigði, eignaupptöku og mannréttindabrot i beinum skilningi. Það snýst um ofbeldi einhverrar forréttindahagfræði sem telur sig hafa rétt til að setja fólk, sögu þess, menningararf og tilverurétt í eigin samfélagi inn í reiknilíkön. En þrátt fyrir að reynslan sýni að aðgerðin gekk hreinlega ekki upp, reyna pólitíkusar að staðhæfa hið gagnstæða. Þú hættir þér út á þennan ís óbeðin og verður að vera við því búin að menn sem hafa frá fyrstu sporum starfað við veiðar vinnslu og útgerð taki til máls þegar staðreyndum er misþyrmt svona gróflega og af akademisku þekkingarleysi.

Árni Gunnarsson, 24.4.2007 kl. 08:44

3 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Hef persónulega reynslu af niðurlægingu, eignaupptöku og mannréttindabrotum sem þú talar um.

 Það kemur ekkert minni menntun við en hún var sú leið sem farin var eftir skerðinginguna m.ö.o. sem er auðvitað ekkert annað en "löglegur stuldur" stjórnvöldum og löggjafa.

Tókum það ráð að vinna saman í fimm ár til sjós til að halda  rekstrinum undir núlli og greiða bátinn. Okkur tókst það en það voru ekki allir svo lánsamir að geta staðið í fæturnar eftir þessa aðför ("helför að trillusjómönnum").

Þú hefur engan rétt til að ráða því hvað ég skrifa um óbeðin eða beðinn. Það er málfrelsi sem betur fer samt  hægt að sækja fólk til saka ef það misnotar málfrelsið. (Í einræðisríkjum eru menn einfaldlega teknir af lífi fyrir óþægiellgar skoðanir.)

Maðirinn minn stundaði sjó í a.m.m í sxtíu ár á Bakkafirði og var einn af stofnendum fiskvinnslufyrirtækis þar og hefur góða yfirsýn yfir þann feril.

Get viðukennt að hans áhrif hafi óbeint áhrif á skrif mín.

Þú ert sjálfur á nokkuð hálum ís með því að tala  um akademíska þekkingu mína án þess að þekkja nokkuð bakgrunn minn.

Nóg komið í bili.

Með kveðju.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 24.4.2007 kl. 09:21

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú ætla ég að setja upp dæmi um eitt atriði þessa máls og ég veit að þú munt skilja mig. Ég byrja á því að setja fram fullyrðingu um það að bóndi/ bændur á sjávarbakkanum munu ekki skekkja stofnstærðir algengustu fisktegunda þótt þeim yrði heimilað að nýju að sækja sjó. Ég gef mér það að einhverjir þessara bænda fylltust bartsýni og gleði. Þeir fengju sér báta og færu að þreifa fyrir sér í atvinnu-og viðskiptaumhverfi sem þeir þekktu líklega næsta lítið  sumir hverjir. Líklega myndu þeir flestir sjá að þetta svaraði ekki kostnaði og leggðu fyrir róða allar væntingar um að verða auðugir útgerðarmenn. Enginn skaðaðist þó af þessu. Hagnaðurinn yrði hinsvegar mikill. Sá hagnaður stafar af því að þessir bændur og fjölskyldur þeirra væru skyndilega búin að eignast ný verðmæti, nefnilega þau verðmæti sem því fylgja að vera frjáls maður í sínu landi.

Sá sem skilur ekki þau einföldu rök mannlífsins að rétturinn til að hafa eigin hamingju og fjölskyldu sinnar í eigin hendi að sem mestu leyti á ekki að leita sér að vinnu við að drýgja fólki örlög.

Stjórnvöld eiga ekki að hafa mikla tilburði við að hafa bein pólitísk áhrif á búsetu fólks. Þau ein áhrif nægja að leitast við að halda opnum möguleikum þessa fólks til sjálfsbjargar á eigin forsendum.

Með kveðju.

Árni Gunnarsson, 24.4.2007 kl. 09:45

5 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Erfitt að setja bændur inn í aðstæður sjómanna en þó hættu margir vegna hagræðingar. Samt sem áður var meiri sátt þeirra í milli en í fiskveiðum og vinnslu. Þar er framleiðsla landbúnaðar og vinnsla aðskilin.

Horft  með augum trilluútgerðar þá fóru trillusjómenn mjög illa út úr skerðingunni sérstaklega í afskektari byggðarlögum þar sem lítil eða engin önnur atvinna var.

Þegar er búið að takmarka rekstrarskilyrði eins og gert var með smáa og stóra báta þá reyna menn að hagræða. Sú "löglega" veiðiheimild sem menn hafa verður verðmæt og er alveg sambærileg við viðskiptaviðvild fyrirtækja.

Fiskverð  fer eftir markaði erlendis. Eins og allir vita er allur fiskur kominn þangað. Erfitt verður að breyta þessum aðstæðum. Stórar þjóðir eins Kína munu eiga eftir að hafa enn meiri áhrif á fiskverð en nú er með ódýran vinnukraft.

Svipað hefur verið að gerast í verslun og iðnaði t.d. í Þýskalandi. Þeir geta ekki keppt við vörur úr austrinu sem eru sambærilegar en mikið ódýrari og eru að vernda sinn iðnað með tollum rétt eins og í landbúnaði hér og víðar í heiminum. Ekki góð þróun´.

Samt held ég að ætti að aðskilja algjörlega veiðar og vinnslu og reyna að skapa fiskvinnlsunni rekstrarskilyrði ef það er þá hægt. Erfitt mun það reynast á minni stöðum ef menn geta ekki einu sinni rætt málin.

En, já það er erfitt að ræða málin nema fiskveiðar og vinnsla verði aðskilin.

Að lokum get ég sagt þér að það er mjög sársaukfullt að flytja utan af landi eftir að  hafa alið allan sinn aldur þar, hingað til Reykjavíkur. Allar rætur slitna og engin akadmísk menntun kemur í staðin fyrir það.

Með kveðju,

Sigríður Laufey

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 24.4.2007 kl. 13:10

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég fletti stundum upp í bókum og sé hve mannlífið er ævinlega hvað öðru líkt óháð tíma. Ég les í Heimsljósi um Júel Júels, Pétur Pálsson þríhross í Sviðinsvík undir Óþveginsenni og allt þeirra stjórnargrjót. Það er mörg Sviðinsvíkin í dag og þeir félagar eru enn á dögum bjóðandi sínu fólki vinnu við að bera stjórnargrjót sem ævinlega verður að vera nóg af ef "alminlegir" menn þurfa að kaupa atkvæði. Þjóðrekur biskup á sína umburðarlyndu sálufélaga sem ævinlega eru bara sáttir við að hafa verið barðir svona lítið. Og ekki þarf að minna á fleyg orð Bergþóru "Ek var ung gefin Njáli".

Og mig rámar í setningu sem er einhvern veginn svona: "Því að feitur þjónn er ekki mikill maður, barður þræll er mikill maður því í brjósti hans á frelsið heima".

Aldrei mun ég geta samþykkt þann hagvöxt sem nærist á lífshamingju fólks og sjálfsímynd. Það skal ævinlega heita vondur hagvöxtur.

Árni Gunnarsson, 24.4.2007 kl. 16:27

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Bara svona í lokin. Líklega ættum við að hætta þessu pexi um fiskveiðlöggjöfina, en snúa talinu að blessuðum klárunum. Hver veit nema okkur gengi þá betur að skilja hvort annað.

Með ljúfum kveðjum.

Árni Gunnarsson, 24.4.2007 kl. 16:36

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband