Trúin er dauð - án verka?

Samkvæmt  siðfræðinni erum við siðgæðisverur. Hvað felst í að vera siðgæðisvera.? Að vera siðgæðisvera felst í hnotskurn; heiðarleiki, réttsýni og sannsögli séu haldin í heiðri, gera þá kröfu til til samfélagsins og okkar að vera ábyrg gjörða okkar, að gegna siðfeðilegum skyldum við sjálfan sig og aðra.

Samkvæmt siðferðiðlegum forsendum hljótum við að taka afstöðu gegn fóstureyðingu, tökum á okkur þá samfélagslegu ábyrgð að koma þeim til hjálpar sem svo illa eru komnir að telja sig knúna til að eyða fóstri. 

Hvað varðar rétt samkynhneigðra til að hljóta kirkjulega vígslu  er það á skjön við það siðgæði sem við höfum tileinkað okkur og út frá forsendum kristinnar trúar.

Í okkar þjóðfélgi hafa samkynhneigðir fengið borgaraleg réttindi til að búa saman. Hafa borgaraleg réttindi nú þegar.

Samkvæmt kristinni trú er kirkjuleg vígsla fyrir samkynhneigða ekki  framkvæmd. Umræðan um kirkjulega vígslu samkynhneigðra er talsvert óljós. Snýst hún um siðferðileg réttindi eða um hvaða afstöðu kirkjan á að taka eftir því hvað "hagsmunahópar" telja sér í hag hverju sinni?

Á kirkjan á að semja sig að því markmiði að þóknast samfélaginu og  sjálfdæmi einstaklinga? Þá stefnir  kirkjan að guðlausri veröld þar sem allt er leyfilegt. "Því eins og  líkaminn er dauður án anda, eins er trúin dauð án verka." (Jak. 2.26 Biblían)

 

 

 


mbl.is Vatíkanið segir fóstureyðingar vera hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lord Of The Ice Caps!

Kristin trú? Ekki allir eru kristnir  Ég t.d. varð hvorki skírð né fermd! Ég trúi bara á sjálfa mig og hef það fínt með það - þessvegna finnst mér það bara allt í lagi að hafa fengið þann möguleika að fara í fóstureyðingu tvisvar  já, TVISVAR! Mér finnst ég ekki hafa framið nein hryðjuverk við það að vara (þá) 16 ára (og svo 18ára) ungan líkama minn við því að ganga með barn! Og má reka þetta til skólayfirvalda og foreldra sem standa sig ekki í því að kenna krökkum nógu vel hvað varðar kynlíf o.s.fr. Mexico - FLOTT HJÁ ÞEIM! - þetta er afar fátækt land og þurfa þau nú að passa sig á að fæða ekki fleiri götubörn í heimin. Mér finnst frábært að þessar ungar (og eldri) konur fá að ráða hvort barnið þeirra eiga að lifa við fátækt og hræðilegar aðstæður, eða "let´s say, just spare them!" Þetta á nú heldur ekki bara við Mexico. Hér á landi eru líka til fólk sem kannski hafa "verið óheppin" og sjá það að ekki hafa þau aðstæðu, pening eða tíma til þess að sjá um litla! Hvað á það að gera? Grát biðja foreldra um hjálp? Taka enn eitt lánið? Þetta á að vera réttindi allra í allri veröldinni - ekki eitthvað rugl sem tengist trúarbragði fólks!

Þetta er nú bara mín skoðun á þessu og er ekki ætlað að stuða neinn!

Lord Of The Ice Caps!, 25.4.2007 kl. 09:58

2 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Mikil trú þín kona

Með kveðju

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 25.4.2007 kl. 10:03

3 identicon

Þetta er gott innslag hjá þér og ég tek undir með þér hvað varðar mál samkynhneigra og kirkjunnar upp að vissu marki. Fóstureiðingar hljóta samt að vera val hvers og eins og ég trúi ekki að neinn haldi virkilega að þetta geti verið auðvelt val fyrir konur sem gangast undir slíkar aðgerðir. Í þessu nútímasamfélagi sem við búum í í dag er siðgæði ekki eins hátt skrifað og það var. Því miður. En hvernig sem siðgæðið er þá er það grundvallarmál að það er ekki eins einfalt að ala upp börn í dag og það var fyrir nokkrum áratugum og hvað þá fyrir tæpum 2000 árum þegar nýja testamentið var skrifað. Í dag þarf helst laun þriggja eða fleyri einstaklinga til að geta staðið undir öllum þeim kröfum sem settar eru á foreldra og því er annaðhvort að fara bara að leifa fjölkvæni eða að fólk helli sér út í ómælda yfirvinnu og láti sjónvarpið eða bara hvað sem er við hendina sjá um uppeldi barnsins. Leikskólar og skólar eru orðnir ófærir um það nú þar sem siðfræðin er búin að kenna þeim að beita engum aga og ölum við því upp hálfvita og aumingja sem hafa svo ekki vit til að sjá um sig sjálfa, hvað þá börnin sem þeir munu eignast.

Nei, það sem biblían sagði hentar ekki lengur. Þetta er fallegt rit en heimurinn er kominn langt frá því og því miður virðist þessi Guð ykkar vera það líka. Enda er ég ekki hissa á því, ef hann skapaði okkur þá myndi hann skammast sín fyrir okkur, ekki vegna þess að sum okkar erum samkynhneigð eða fyrir fóstureiðingar, hann myndi skammast sín fyrir fordóma okkar í garð hvors annars, skilningsleysi, hatur, ofbeldi og annað slíkt. Sagði hann ekki komdu fram við náungann eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig? Það var allavega eitthvað sem ég lærði í sunnudagsskólanum þegar ég var lítill. Ég er allavega viss um að heimurinn væri mikið betri staður og staður sem Guð gæti verið stoltur af ef við gætum lært að leifa fólki að lifa sínu lífi eins og það vill. Að leifa fólki að taka ábyrgð á sínu eigin lífi og taka afleiðingum gjörða sinna. Hvorki kirkjan né aðrir eru að fara að bjarga fólki frá einhverju sem það vill ekki vera bjargað frá. Ég er samkynhneigður og finnst það frábært. Það eina sem mér finnst slæmt við það er einmitt að ég þarf að hlusta á fordóma og kirkjunnar fólk að segja mér að þetta sé viðbjóður og illt! Það sem ég geri á mínu heimili og mínu einkalífi er mitt einkamál og kemur kirkjunni ekkert við. Ef í ljós kemur að helvíti sé til og samkynhneigðir fari þangað fyrir það eitt þá er ég að fara þangað og þið getið ekkert gert í því. En ef svo er þá er þessi Guð ykkar ekki þessi góði guð því ef hann skapaði mig þá dæmdi hann mig til helvítis frá fyrsta degi.

En ég ætlaði líka að minnast á vígslu fyrir samkynhneigða. Ég er sammála því að ef kirkjan vill halda í þá trú að við sem erum samkynhneigð séum ill, þá skuli hún ekki gifta okkur, það er hennar réttur sem trúfélag. En þá skal hún hætta að lifa af ríkissjóði. Ég er tilneyddur til að stirkja hana eins og aðrir þegnar Íslands, af hverju er ég tilneyddur til að stirkja stofnun sem fordæmir mig? Mínir peningar eru alveg eins grænir og annara þrátt fyrir að ég sé ógeðsleg og ill manneskja. Og þegar ég skrái mig úrÞjóðkirkjunni þá fer peningurinn minn í guðfræðideild HÍ?! til að ala upp nýja presta til að fordæma mig?! Og hvað með hin trúfélögin? Ég er meðlimur í trúfélagi sem hefur ekkert á móti því að gefa saman samkynhneigð pör en þeir mega það ekki vegna þess að það má ekki leifa öðrum trúfélögum að gera það út af þessari kirkju sem ég er tilneyddur til að styrkja og vera fordæmdur af?! Í hvaða heimi er eitthvað vit í þessu?

Og bara svo það komi skýrt fram, ég er ekki slæm, ill, eða ógeðsleg manneskja. Ég veit ekki um og efast um að sú manneskja finnist sem gæti haldið slíku fram ef hún hefði hitt mig og átt við mig samræður. Ég leg mikið á mig við að hjálpa öðrum og reyna að láta gott af mér leiða. Það er verst að allt það góða gerir ekkert gagn, því ég er ill manneskja, enda sef ég hjá manninum mínum, hommanum.

Sigurður J Guðmundsson 25.4.2007 kl. 10:57

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Goður pistill Sigríður Laufey,  eins og þú sagðir og vitnaðir í:

Því eins og  líkaminn er dauður án anda, eins er trúin dauð án verka." (Jak. 2.26 Biblían)

Fleiri mættu fylgja þínu fordæmi, Guð blessi þig!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.4.2007 kl. 13:03

5 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Takk fyrir.

Umræðan er á villigörum. Þrátt fyrir það er hún af hinu góða. Kemur fram hér í blogginu frá samkynhneigðum að kirkjan finnist þau vera ill og þau séu fordæmd.

 Enginn er fordæmdur að hálfu boðskaps Krists málið snýst ekki um það.

Samkvæmt kristinni siðfræði eru ákveðin gildi í heiðri höfð sem Kristur vildi að við tileinkuðum okkur. Þeim sem finnst þau erfið eða geta alls ekki tileinkað sér þau er ekki fordæmdir á neinn hátt að hálfu kirkjunnar.

Það eina sem við getum gert er að biðja fyrir þeim og koma vel fram við samkynhneigða eins og alla aðra.

Samkynhneigðir hafa orðið fyrir ofsóknum en það eru fleiri: Kynþáttafordómar, konur sem hafa barist fyrir frelsi sínu, ofsóknir gegn gyðingum svo eitthvað sé nefnt. Það er ekki samkvæmt faganaðarerindinu þótt ofbeldismenn hafi oftar en ekki farið fram í nafni Jesú Krists.

Guð blessi þig, með kveðju.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 25.4.2007 kl. 13:31

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Talað frá mínu hjarta Sigríður. Guð blessi þig ! Btw, konan mín er að verða djálkni líka.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.4.2007 kl. 14:07

7 Smámynd: Kristján Pétursson

Frábær grein hjá þér Sigríður Laufey.Gott að fá svona kærleiksríka og góða grein í miðjum kosningaslagnum.Trúin er dauð án verka,það á lika við um pólutíkina.

Kærar þakkir fyrir. 

Kristján Pétursson, 25.4.2007 kl. 16:45

8 Smámynd: Púkinn

ósköp finnst Púkanum nú dapurlegt að lesa svona, en hann hefur lýst sinni skoðun hér.

Púkinn, 25.4.2007 kl. 16:58

9 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Veit ekki hvers konar púki þú ert? Skiptir ekki máli. Megi góður Guð gera þig glaðan á ný.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 25.4.2007 kl. 17:50

10 Smámynd: halkatla

Sigríður, ég er bara með eitt innskot í þessa umræðu sem hefur spunnist útfrá ágætri og einlægri grein þinni. Það er varðandi það að þessi fordæming sem talað er um, amk í 3.athugasemd. Fordæmingin er vissulega ekki tilkomin vegna kirkjunnar eða kristninnar sjálfrar, heldur er hún tilkomin af orðum og gjörðum fjölmargra kristinna einstaklinga sem stíga fram og fordæma samkynhneygð uppað því marki að samkynhneygðum getur ekki lengur verið rótt. Þetta verður oft mjög gróft og þá er hægt að tala um fordæmingu. Það er ömurlegt fyrir kristið fólk að dragast inní það, en svona er það með alla hópa. Fortíðin hefur líka að geyma mörg slæm tímabil sem virðast hanga í samhengi við allar umræður sem tengjast kirkjunni. Svo eru líka margir falskir í tali - það gildir sérstaklega um pólitíkina - kveðjur

halkatla, 25.4.2007 kl. 19:54

11 Smámynd: Linda

Þakka þér fyrir þessa grein, mikið afskapalega er gott að fá svona innlegg, séstaklega þegar árásir á okkar trú stigmagnast í nafni pólitísks rétttrúnaðs.  Ég bið þér blessunar og friðar.

  

Linda, 25.4.2007 kl. 23:25

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband