Virðir Morgunblaðið allar skoðanir - Með rökum og réttlæti?

Hvers vegna loka staksteinar Mbl. fyrir skrif sín gegn Reykholtsprestinum í dag. Hvað gengur Morgunblaðinu  til? Eru þau hrædd við skoðanir okkar bloggara. Ekki má gleyma að Mbl. gefur sig út fyrir að virða  skoðanir allra, blað allra landsmanna. Nú nýlega með því að leyfa boggurum að gera athugasemdir. 

Að mínu mati Sneri Sr.  Geir ekki út úr í sjónvarpinu í gærkvedi.  Ef  rétt er munað þá taldi Helgi að almenningsálitið væri andstætt samþykkt prestanna á prestastefnunni þann 26. apríl. Hvað skoðanakönnun var það, hvernig  var hún unnin? Hvers vegna var klipp svo snöggt á umrætt viðtalið á þessum umrædda tímapunkti?  Sr. Geir var að útskýra hvers vegna almenningsálitið gæti ekki verið mælikvarði á hvaða stefnu kirkjan hefði samkvæmt boðskað Krists. 

Hér er verið að reyna að skrifa málið í annan neikvæðan farveg eða sá sem krifar hefur ekki nægilega guðfræðilega þekkingu. Verðum við ekki að geta horfst í augu við sannleikann þótt það sé stundum sárt? Valdi fólkið ekki morðingjann Barrabas  frekar en  Krist á Golgata forðum, þegar Pílatus þvoði hendur sínar af krossfetingu Krists og gaf boltann “á dómstól götunnar?” Hvernig ætla Staksteinar að rökstyðja að almenningsálitið  hafi haft rétt fyrir sér þá?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Eggertsson

Kannski eru Staksteinar að hlífa Vídalín við þeim skrifum sem mátt hefur búast við vegna orða hans?

Annars tel ég að það eigi að skilja að ríki og kirkju. Við búum í landi þar sem ríkir trúfrelsi og því ekki rétt að ein kirkja sé þjóðkirkja.

Hjónavígslur eiga að fara fram hjá veraldlegu valdi, bæði gagnkynhneigðra og samkynhneigðra, enda er hér um veraldlegan gkörning að ræða.

Ríkið á að heimila trúfélögum að blessa þau hjónabönd sem trúflokkunum eru þóknanleg. Þau gera það síðan með því ritúali sem þau kjósa.

Fólk ræður hvort það tilheyri einhverju trúfélagi og samþykkir þá vilja þess.

kv.

Viðar Eggertsson, 27.4.2007 kl. 23:34

2 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Ekki nógu góð rök að Mbl. hafi verið að hlífa Sr. Geir. Ekki hægt að gera ráð fyrir að allir séu á sömu skoðun. Margir hefðu líka stutt sr. Geir.

Fellst á þá skoðun að lögformlegi gjörningurinn fari fram hjá veraldlegu valdi en það verði gert í samráði við kirkjunnar menn.

Finnst samt að alþingi geti ekki með lögum blandað sér í innri málefni kirkjunnar um hvernig boðskapur Krists á að leggjast út. Það yrði mikið óhappaverk og mundi að öllum líkindum kljúfa kirkjuna.

Takk fyrir undirtektir með kveðju.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 28.4.2007 kl. 02:11

3 Smámynd: Viðar Eggertsson

Þakka þér fyrir svarið Sigríður Laufey,

Hreinlegast væri að kirkja yrði skilin frá ríkisvaldinu, þá er kirkjan sjálfstæðari og um leið er jafnréttis gætt varðandi trúfélög.

Ríkið þarf ekki að setja lög til að krefja kirkjur/trúfélög um að þær vígi hjón, hvorki gagnkynhneigð eða samkynhneigð, ef lögformlegi gjörningurinn fer fram hjá veraldlegu stofnuninni. Og í raun þarf ekki að hafa samráð við kirkju um hvernig hann fer fram.

Þá er hverju trúarfélagi heimilt að hafa sinn sið og hverjum borgara heimilt að gangast því trúfélagi á hönd sem hann vill - og þá um leið að gangast undir vilja þeirrar kirkju/trúfélags.

Takk fyrir mig, kveðja.

Viðar Eggertsson, 28.4.2007 kl. 08:51

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þða skildi það hver maður að sr. Geir var að jafna samkynhneigð við nasisma, bara með þvi að nefna nasisma í þessu samhengi. Auk þess fór hroki hans ekki framhjá neinum þegar hann ávítaði spyjandann fyrir að vera að snúa út úr fyrir sér þegar hann spurði nánast óhjákvæmilegrar spurningar.  Er ekki eins gott að viðurkenna þetta bara heldur en vera að verja sr. Geir fyrir þetta atvik jafnvel þó einhverjir kunni að vera almennt sammála  honum um afstöðuna til víglsu samkynhneigða.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.4.2007 kl. 12:27

5 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Sr. Geir fékk ekki einu sinni að ljúka máli sínu það er ámælisvert.

Ef á að setja kirkjunni lög vegna samkynhneiugðra þá er við komin aftur í daga Hitlers.

Hann sneið kirkjuna eftir nasisma það vita allir þarf ekki guðfræðing til.

Að öðru leyti neyddist sr, Geir til að reyna að ljúka máli sínu en áranguslaust.

Var ekki að verja Sr. Geir heldur málstað kirkjunnar en það má víst ekki?

Það gleyist æði oft að kirkjan hefur frá upphafi orðið fyrir ofsóknum en allir hafa rétt til að verja málstað hennar.

Með kveðju.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 28.4.2007 kl. 13:49

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fráleitt hjá þér, Sigurður, að segja þetta um Geir, þú virðist ekki hafa skilið þetta. Sjálfur brást hann reiður við, að Helgi skyldi vera að snúa út úr fyrir sér. Hugleiddu þetta betur. -- En ekki tekur Mogginn áskoruninni! Hann er ekki enn búinn að opna á umræðu um Staksteinagreinina -- samt stóð undir einmitt þessum pistli, að opið væri á umræðu á netinu um þá grein og aðrar ritstjórnargreinar! Bilaði sjálfvirknin? Vita þeir af þessu ennþá?

Jón Valur Jensson, 1.5.2007 kl. 00:26

7 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Ef til vill kom ekki í ljós hvað sr. Geir var að fara vegna þess hann fékk ekki að ljúka máli sínu en minn skilningur var eins og framangreint sýnir.

Með kveðju.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 1.5.2007 kl. 02:58

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband