Standa starfsmannafélög sig illa í samningum fyrir ófaglærða!?

 Einna mest hefur borðið á kröfu  hærri launa til þeirra sem lægstir eru. Allir stjórnmálaflokkar með kröfuna á stefnuskrá. Ef tekið er mið af ófaglærðu fólki á Landspítala Háskólasjúkrahús þá er því mismunað hvað varðar lífeyrisjóði. Undirrituð vann um tíma ófaglærð störf á umræddri stofnun. Við ráðningu fór hún í lífeyrisjóð ríkistarfsmanna vegna stúdentsprófs , reynsla úr öðrum störfum var ekki tekin til greina vegna þess þau voru ekki unnin á viðkomandi stofnun en þó sambærileg.Konan sem vann sömu störf  með undirritaðri var í Eflingu sem er  verri lífeyrisjóður hvað varðar kjör. Augljós mismunun ekki ljóst hvers vegna?

Undirrituð fór í viðtal á skrifstofu Starfsamnnafélags ríkistofnana til að fá upplýsinar um málið. Var tjáð að samið væri um við spítalann af hálfu Eflingar og Starfsmannafélags ríkistofnana hvar fólk lenti. Að stúentspróf réði því hverjir færu til Ríkisins og hverjir til Eflingar. Löng reysnla í starfi var ekki rædd nema hún væri innan spítalans, háskólamenntun sömuleiðis þótt hún félli vel að umönnunarstörfum. SamA mismunun er hjá Sarfsmannfélagi Reykjavíkur og Eflingu, sömu forsendur fyrir í hvaða lífeyrssjóð starfsmaður lenti.

Samt er skýrt í lögum að allir geri valið sér lífeyrissjóð við ráðningu. Augljóslega þverbrotið af HAGSMUNASAMTÖKUM   ÓFAGLÆRÐRA. Hvers vegna gera VINSTRI GRÆNIR ekkert í framngreindum málum eða jafnaðamannflokkurinn  SAMFYLKINGIN?

 Hér er um réttlætismál að ræða gagnvart ófaglærðu fólki sem stéttarfélög þeirra sniðganga gróflega eftir þeim upplýsingum sem undirrituð fékk. Ögmundur Jónasson ætti að útskýra þennan umrædda ójöfnuð í lífeyisjóðum ófaglærðra starfsmanna! Hvers vegna er það aldrei baráttumál á verkalýðsdaginn?! Hvers vegna ræða fjömiðlar ekki umrædd  mál fyrir kosningar?! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband