Forseti Íslands - ekki í kosningabaráttunni.

Össur Skarphéðinsson fer mikinn í bloggi sínu í Fréttablaðinu um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi brotið stjórnarskrána, þegar stjórnarmeirhlutinn dró fjölmiðlfrumvarpið sáluga til baka. Virðist liggja fyrir, að nú eigi að draga forseta Íslands inn í kosningabaráttuna, Samfylgingunni til framdráttar. Forsetinn hefur nú komið fram í fjölmiðlum og mælst til, að fá að standa utan við kosningabaráttuna. Vonandi taka allir ábyrgir frambjóðendur bæði til hægri og vinstri yfirlýsingu forsetans til greina.

 Umræðan um fjölmiðlafurmvarpið sáluga á Alþingi getur talist hafa farið úr böndum að vera málefnaleg; snerist  fremur upp í að verða æsingur og áróður gegn ríkisstjórninni.  Ólafur Ragnar var umdeildur stjórnmálamaður til vinstri áður en hann fór í framboð til forseta, öllum var það vel ljóst. Má segja að umræðan um hlutleysi forsetans hafi fengið byr undir báða vængi þegar hann neitaði undirskrift fjölmiðalagana við umræddar aðstæður. Síðan þegar  þrjátíu þúsund manns skiluðu auðu í forsetakosningunum eftir þessar hörðu deilur mátti vel túlka þær sem “þögul mótmæli”  um að trúverðugleiki forsetans væri dreginn í efa. 

Vonandi verður málskotsréttur forsetans ekki felldur úr stjórnaskránni. Brýnt er að stjórnarskráin verði endurskoðuð og skýrari reglur settar um framkvæmt neitunarvalds forseta sem allra fyrst.

Stundum missa stjórnmálamenn dómgreindina í hita leiksins.  Össur Skarðhéðinsson skaut langt yfir markið með því að reyna að draga fjölmiðlafrumvarðið sáluga og forsetann inn i kosningabaráttuna.

 

Það var ekki viðeigandi af fyrrverandi formanni Samfylkingarinna að reyna að draga forsetann inn i kosningabaráttuna eins og hann gerði í umræddu bloggi sínu.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Getur verið að sambandið milli ríkisstjórnarflokkanna sé orðið svona náið?

Á nú að reyna að drepa því á dreif að það var leiðari Moggans sem tók að sér það smekklega hlutverk að gera forsetann tortryggilegan með hugsanlega aðkomu hans í stjórnarmyndunarumræðu?

Auðvitað verður að snúa þessu á hvolf og eigna Össuri svínaríið.

Árni Gunnarsson, 5.5.2007 kl. 11:22

2 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Vinsamlegast haltu þig við það efni sem er verið að skrifa um.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 5.5.2007 kl. 12:02

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Gott hjá Ólafi Ragnari!  Hann klikkar ekki!  En því miður, frú, þá er þetta nú rétt hjá Árna, að ritstjórar Moggans og frú Ásta Möller drógu forsetann inn í kosningabaráttuna.  Þessi umræða Sjálfstæðismanna nú um forsetann er alveg beint framhald af umræðu þeirra um forsetann áður, m.a. lítilsiglda umræðu þeirra í kringum fjölmiðlafrumvarpið!

Auðun Gíslason, 5.5.2007 kl. 14:09

4 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Því miður er ég ekki samála, umræðan um fjölmiðlamálið verður ámælisverð á spöldum sögunnar þegar frá líður að hálfu stjórnarandsöðunnar .

En, já Össur hefur bæst í hópinn með umræðum um forsetann.

Enda hefur forsetinn lýst yfir að hann vilji ekki vera með í kosningabaráttunni. Þó ekki!

Undarlegt að forseti Íslands skuli þurfa að gefa út svona yfirlýsingu. Svo augljóst,  að hann á ekki að blanda sér í kosningaslaginn. Fáum eða engum  hefði dottið í hug að fyrrverandi forseti Vigdís Finnbaoadóttir myndi láta sér koma slíkt til hugar.

Nú er Framsókn ekki með, húrra!

Með kveðju.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 5.5.2007 kl. 18:55

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband