19.9.2015 | 05:08
Hjálparstarf án landamæra -
Hjálparstarf í stríðsátökum hefur það markmið að hjálpa öllum særðum og sjúkum en áður fyrr illa séð af stríðsaðilum. Undirrituð kynntist aldraðri breskri hjúkrunarkonu fyrir mörgum árum er send var til Frakklands á vígvöll seinna stríðs. Einn dag var helsærður ungur þýskur hermaður meðal hinna særðu - særður til ólífis,hann gat samt fengið hjúkrunarkonunni veskið sitt- beðið hana að senda það eiginkonu og syni. Bréfið fór í hendur hersins- var hún svipt viðurkenningu er hún hafði fengið fyrir störf sín ásamt alvarlegum ákúrum. Mörgum árum seinna fékk hjúkrunarkonan bréf frá franska hermálaráðuneytinu með afsökunarbeiðni ásamt æðsta heiðursmerki franska hersins fyrir óeigingjarnt starf í þágu særðra hermanna- nokkru síðar fékk hún sömu viðurkenningu frá Þýskalandi.
Sem betur fer hefur hjálparstarf í stríðsátökum breyst til hins betra öllum er reynt að hjálpa óháð þjóðerni. Það kemur úr hörðustu átt að borgarstjórn Reykjavíkur með Björk Vilhelmsdóttur fyrrverandi flaggskip félagsþjónustunnar í fararbroddi; skuli blanda sér með beinum hætti í stríðsátök Palestínu og Ísrael; samþykkja viðskiptabann á Ísrael.
Ekki í anda alþjóðlegrar hjálparstarfssemi er reynir af fremsta megni að hjálpa stríðshrjáðu fólk óháð landmærum. Góða helgi.
Reynt að lágmarka tjónið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:00 | Facebook