Ekki "nýja vinstri velferðarstjórn"

Nú hefur Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar fundið ráð við fylgistapinu(frétt RÚV í kvöld),hyggst safna saman vinstra liðinu í „nýja vinstri velferðarstjórn“ fyrir næstu kosningar. Varla hefur fólk gleymt sviknu loforðum þeirra gömlu: Skjaldborginni frægu, Icesave-skuldinnni er þjóðin átti að greiða,útsölu föllnu bankanna til vogunarsjóða fyrir smánarverð, 110%-leiðinni handa fáum útvöldum til að halda fylgi,grimmileg árás á eldri borgara með eignaupptöku/auðlindaskatti og afnámi grunnlífeyris.

Árni Páll minnir einna helst á úlfinn sem fór í náttföt ömmu gömlu, að villa Rauðhettu litlu sýn; kemur nú til kjósenda mjúkur í máli en verður erfitt um vik; þrátt fyrir „náttföt ömmu gömlu“,sést skrumið í gegn og verður honum að falli.innocent


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband