20.9.2015 | 08:43
"Nútíma guðsmaður"
Heilagur Francis frá Assisi í Ítalíu fjallaði oft um vistfræðilega ábyrgð kristinna manna fyrir arðráni sem átti sér stað í náttúrunni. Má líta á umhyggju hans sem dæmi um kristilegan kærleika í vistfræðilegu samhengi. Líf hans snerist um róttæk mótmæl: að sýna eigi allri sköpun Guðs umhyggju, bera velferð hennar fyrir brjósti hvort sem eru um haf, jörð, dýr eða plöntur að ræða; boðskapur Heilags Francis var göfugur og skýr boðskapur í vistfræði á kristnum forsendum.
Framangreindur miðaldaboðskapur Heilags Francis frá 13.öld á fullt erindi til allra kristinna manna óháð trúfélagi.
Kristnar kirkjur mættu halda boðskap hans meira á lofti í safnaðarstarfi sínu.
Eigið góðan sunnudag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:08 | Facebook