28.9.2015 | 10:45
"Þeir sletta skyrinu sem eiga"
Ánægjulegt að útflutningur á skyri er arðsamur - oftar en ekki hefur hann borið lítið sem engan árangur á öðrum vörum í landbúnaði. Megin markmið framleiðslunnar verður engu að síður að vera innlendur markaður.
Með auknum ferðamannastraumi hefur ekki tekist nægileg framleiðsl kjöts; verið innflutt í auknum mæli.
Vaxandi framleiðsla á býlum víðs vegar um land er aukabúgrein fyrir viðkomandi og vonandi fer hann vaxandi. Beint frá býli er athyglisvert framtak fyrir ferðamenn og ísl. almenning og eykur fjölbreytni í sölu landbúnaðarafurða.
Sú staða er ekki fyrir hendi að umræddar vörur verði ekki niðurgreiddar- við verðum eins og önnur lönd að tryggja eigin landbúnaðarframleiðslu til frambúðar.
Útnefndir heimsmeistarar í skyrsölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:10 | Facebook