"Bræður berast á banaspjótum"

Dapurlegt hvað Sameinuðu  þjóðirnar virðast valdalítil stofnun – þar sitja  fulltrúar valdamestu ríkja heims og karpa meðan bræður berast á banaspjótum í Sýrlandi– engin lausn í augsýn. Hætt  við að borgarastyrjöldin  dragi dilk á eftir sér í margar kynslóðir- engin skyndilausn sjáanleg.

„Var­an­leg­um stöðug­leika verður aðeins náð ef al­menn­ing­ur í Sýr­landi nær sam­komu­lagi um að lifa sam­an í friði og sátt,“ sagði Obama í ræðu sinni á þinginu; getur forsetinn vænst þess að átökunum í Sýrlandi ljúki með skjótum hætti þegar „200 þús manns hafa  fallið og 4 milljónir landflótta til Evrópu.?

Ban-Ki-moon framkvæmdastjóri SÞ sagði að Rússland, Bandaríkin,Sádi Arabía, Tyrkland og Íran yrðu að finna lausn annars yrði yrði borin von um frið.

Heimsbyggðin hlýtur að vænta þess að framangreind ríki taki  höndum saman; hætti að karpa um eigin sérhagsmuni og sýni viljann í verki um varanlegan frið.innocent


mbl.is Sundrung á meðal leiðtoga heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband