Eru sjúkir eldri borgarar "niðursetningar"?

Þegar sjúkir eldri borgara eru svo illa komnir að þurfa dveljast á hjúkrunarheimili eru þeir sviptir lífeyri sínum og skammtað skammarleg upphæð (52.000)fyrir persónulegum þörfum: Klipping/snyrting, snyrtivörur, sími/tölva, fatnaður og afþreying leikhús og þ.h.

Smánarleg framkoma;  brot á sjálfvirðingu þeirra og mannréttindum.

Við ofangreindar aðstæður ætti að fara fram hlutlaust mat á persónulegum þörfum viðkomandi að viðstöddum fulltrúa frá hinum sjúka.

Ekki að Tryggingastofnun eða hjúkrunarheimili hirði laun þeirra og skammti þeim smánar vasapeninga.

Brýnt er að breyta ofangreindu fyrirkomulagi og virða mannréttindi sjúkra eldri borgara.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband