Vítahringur - svikinna loforða

Vítahring stjórnmálamanna  sífellt svikinna  loforða til eldri borgara um betri lífskjör  verður að linna.

Ef litið er til baka ársins 2009 er vinstri flokkarnir fengu völdin hófst eindæma árás á kjör eldri borgara þrátt fyrir „skjaldborgina“ frægu: Lækkun lífeyris, upptaka eigna, og afnám grunnlífeyris; skerðing eldri borgara varð langt umfram aðra samfélagsþegna.

 Launaskrið varð verulegt  meðal  launafólks; en eldri borgarar  sátu eftir.

Nú afsaka þessir sömu vinstri flokkar Samfylking og Vinstri grænir framangreindar árásir flytja  frumvarp á alþingi um bætt kjör eldri borgar; sami vítahringurinn að venju.

Fyrir síðustu kosningar  reit Bjarni Benediktsson, núverandi fjármálaráðherra í Mbl. 9.04-13: „Það er réttlætismál að veita öldruðum raunverulegt frelsi til að njóta ávaxta ævistarfs síns. Í þágu þess réttlætismáls ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að vinna".

Nú hafa lögin um afnám grunnlífeyris verið numin úr gildi og 9% hækkun launa lofað um næstu áramót - en getur ekki verið ásættanlegt ef reiknað er með 300þús.lágmarkslaunum í mánaðarlaun.

Vonandi tekst formanni sjálfstæðisflokksins að sjá til þess að núverandi stjórnarflokkar  standi við stóru loforðin  til eldri borgara– vítahringurinn verði rofinn.innocent


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband