10.10.2015 | 23:24
Sálmur eftir konu -nr. 375
Sálmurinn Hærra minn Guð til þín, vinsæll sálmur, oft fluttur við útfarir er fallegur trúarsálmur sungin víða í hinum kristna heimi.
Sálmurinn er eftir enska kven- ljóðskáldið Söru Adams (1805-1848) er lést í blóma lífsins.
Sara var Unitarian þ.e að Guð sé einn aðili andstætt við faðir, son og heilagan anda, heilaga þrenningu í okkar kristni.
Sr. Mattías Jochumson þýddi sálminn - var hallur undir unitarisma, kirkjunni til mikils ama; hélt þó stöðu sinni sem prestur vegna mikillar alþýðuhylli sem sálmaskáld:
Hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín,
enda þótt öll sé kross
upphefðin mín.
Hljóma skal harpan mín:
:,: Hærra, minn Guð, til þín, :,:
hærra til þín.
Villist ég vinum frá
vegmóður einn,
köld nóttin kringum mig,
koddi minn steinn,
heilög skal heimvon mín.
:,:Hærra, minn Guð, til þín, :,:
hærra til þín.
Sofanda sýndu þá
sólstigans braut
upp í þitt eilífa
alföðurskaut.
Hljómi svo harpan mín:
:,: Hærra, minn Guð, til þín, :,:
hærra til þín.
Eigið góðan sunnudag
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.10.2015 kl. 16:46 | Facebook