Leggur Framsókn árar í bát?!

Aldrei hefur þótt stórmannlegt að leggja árar í bát þótt í móti blási. Jafnvel þótt brotsjór geti átt sér stað er haldið áfram. Ef Framsókn  heldur ekki áfram í stjórn með atvinnuuppbyggingu og velferðarmál er engin framtíð eftir. Einungis stríðandi öfl innann flokksins halda áfram eins og verið hefur í óeiningu, flokknum til mikils tjóns eða  það endar pólitíska tilveru hans eftir stuttan tíma.

Kemur í ljós hvað verður en undanhald er sama og endalok. Vonandi tekst Jóni Sigurðssyni að sigla áfram þótt vindar blási í móti.


mbl.is Framhald núverandi stjórnarsamstarfs feigðarflan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

100% sammála og vísa í blogg mitt í dag um sama mál.........

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.5.2007 kl. 14:25

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Þjóðin hefur með mjög skýrum hætti hafnað forræði Framsóknarfl.í ríkisstjórn.Formaður flokksins og ráðherra fyrir borð og mikið fylgistap.Við slíkar aðstæður ætti flokkurinn að fara í stjónarandstöðu og endurskipuleggja starfsemi hans og innviði.Versta ákvörðunin fyrir framtíð flokksins er áframhaldandi samstarf  við íhaldið í ríkisstjórn.Alþýðufl.fékk sína verstu ágjöf á sínum pólutíska ferli í Viðreisnarstjórninni með íhaldinu,sporin hræða og það ekki af ástæðulausu.

Ég vil taka það sérstaklega fram,að ég er algjörlega mótfallinn því,að Samfylkingin gangi til samstarfs við  Sjálfstæðisfl.Hún er eini flokkurinn vegna stærðar sinnar,sem getur verið mótvægi við íhaldið.Á s.l.12 árum hefur mismunur á kjósendafylgi flokkanna verið frá 4-10%.Samfylkingin á að leiða ríkisstjórnir,en ekki að hoppa upp í til íhaldsins. 

Kristján Pétursson, 15.5.2007 kl. 21:25

3 Smámynd: ragnar bergsson

Þjóðinn hafnaði þessum flokki þið hljótið að skilja það.

ragnar bergsson, 15.5.2007 kl. 22:17

4 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Átti ekki Framsókn að verja Vinstri græna og Samfylkingu falli í minnihluta stjórn eða fara í svokallaða vinstri stjórn sem er versta íhald sem til er. Svo þegar það er ekki hægt þá á að fara í samstarf með Sjálfstæðisflokknum, óheilindi af versta tagi?

Samfylkingin tapaði í stjórnarandstöðu, það er merki um að flokkurinn nýtur ekki trausts og hefur ekki haft mikið til málanna að leggja á kjörtímabilinu? Þess vegna ætti hann síst allra flokka að fara í stjórn.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 16.5.2007 kl. 06:47

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband