4.11.2015 | 11:19
Oftraust á sérfæðingum?
Las á netinu að Trausti Valsson skipulagsfræðingur/verkfræðingur Reykjavíkurborgar er að gefa út bók um skipulagsmál. Bókin er fyrir almenning til að vekja hann til umhugsunar um umhverfi sitt nota sköpunargáfu og skynsemi til að láta sig varða hvernig skipulag og byggingar líta út í umhverfinu hvort þær eru hannaðar í samræmi við umhverfið síðast ekki síst hvort þær eru rétt hannaðar eftir hvaða starfsemi fer þar fram.
Með allri virðingu fyrir sérfræðingum gengur ekki að þeir einir hugsi alla hluti án nokkurrar gagnrýni. Þingmenn og ráðherrar hafa her manns sérfræðinga til að hugsa fyrir sig; gengur það ekki of langt ef viðkomandi hafa engar hugmyndir eða tilfinningu fyrir hvað er til heilla fyrir þjóðina.
Án efa verður umrædd bók fróðleg til lesningar þar munu höfundur benda galla og hvað betur mætti fara um hönnun og byggingar.
Hlakka til að geta náð í umrædda bók til lesningar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook