Hryðjuverk í París 1942

Tók á leigu mynd um útrýmingu Gyðinga í París 1942, eftir Bandarisk-Franska konu,  byggða á sannsögulegum atburði. Átakanleg mynd,  fjölskyldur með lítil börn voru send til Auschwicz  í Þýskalandi  og  tekin af lífi í gasklefum alls sjötíu og fimm þúsund Gyðingar.

Lítil stúlka kemst undan upp í sveit þar sem góðhjartað fólk verður henni til bjargar síðar flyst hún til Bandaríkjanna og stofnar fjölskyldu .

Nýafstaðin hryðjuverk í París vekja til umhugsunar um hvort nú aftur  séu á ferðinni  ofstækisfullt fólk  að koma af stað hatri; er leitt gæti af sér hræðilegt blóðbað  þar sem saklausu fólki er fórnað rétt eins og í seinna stríði.

 

(Myndin heitir Sara´s  Key)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband