Auka innra efirlit - meðferðarheimila hér og nú!

Þessi frétt segir auglýsinguna gerða með samþykki Lalla Johns og aðstandenda hans. Mér finnst vafasamt að kæra til siðanefndar vegna þessarar auglýsingar. Sálfræðingur kom fram í sjónvarpi og sagði að verið væri að nota sér eymd og aðstæður þessa manns; að hann væri niðurlægður. Þessi maður var m.a. alinn upp að einhverju leyti á meðferðarheimilinu Breiðuvík sem frægt er orðið fyrir mannvonsku og illa meðferð á börnum og unglingum. Umræddur sálfræðingur sagði einnig að aðstæður þessa ógæfusama manns hefðu valdið því að hann varð afbrotamaður. Það sama má segja um fleiri stofnanir í þjóðfélaginu sem gáfu sig út fyrir uppeldisheimili fyrir börn og unglinga. Þegar farið er að skoða málin ofna í kjölinn kemur hið gagnstæða í ljós í umræðunni.

Hvers vegna þolum við ekki að sjá þessa auglýsingu sem er raunveruleg lýsing á einum af þessum ógæfusömu unglingum? Viljum við heldur sjá áferðarfallega auglýsingu sem á ekkert skylt við veruleikann og dregur athyglina frá þeim vanda, að afbrot eru oftar en ekki afleiðing illsku og skilningsleysi þjóðfélagsins, okkar sjálfra? Ekki mun hafa vantað faglega ráðleggingar þegar þessar stofnanir voru settar á stofn. Gegnir furðu hvað þær hafa verið illa ígrundaðar, lítið innra eftirlit þar sem mannvonskan virtist vera  í fyrirrúmi. Velferðarkerfið verður að þola þá staðreynd að mannúð og mildi hefur verið eitthvað sem var of gott handa þessum einmana og hröktu börnum.

Allir, þjóðfélagið, við verðum  að horfast í augu við framangreindar aðstæður. Ef til vill getur auglýsingin um Lalla Johns verið sá raunveruleiki sem þjóðfélagið sjálft hefur skapað, sem bitnar á okkur sjáfum t.d. með innbrotum.

Að framansögðu ætti frekar að nota umræðuna um Lalla Johns og meðferðarúrræði stofnana til að auka  mannúð og innra eftirlit hér og nú!

 


mbl.is Birtingu á auglýsingum með Lalla Johns lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband