8.11.2016 | 20:02
Ný lög: skerðing á lífeyri eldri borgara.
Nýjustu kjarabæturnar samkvæmt lögum : Frítekjumark eldri borgara verður lækkað úr 100 þús. niður í 25000 kr. um næstu áramót. Dæmi: Lífeyrisþeginn ræður sig í hlutastarf eftir áramót í 100þús kr. pr.mán. Þar af verða 75 þús. kr. yfir frítekjumarki. Það veldur lækkun ellilífeyris um 33.750, skattur af 100 þús. kallinum verður 37 þús. eftir standa 29.750 í vinnulaun eldri borgarans; en ríkið hirðir 70.250 af 100þús. kallinum.
Eldri borgarar þurfa að greiða fyrir heimilishald fæði og klæði, hreinlætisvörur og fl. Greiða af lánum, fasteignagjöld, hita og rafmagn, og háan meðalakostnað; flestir að eiga eigin bíl til að komast leiðar sinnar og þykir sjálfsagt nema ekki fyrir eldri borgara.
Að gera sér dagamun fara í leikhús er ekki inni í myndinni hvað þá utanlandsferð sér til upplyftingar.
Hvenær fást fram raunverulegar kjarabætur fyrir eldri borgara?
(Tölulegar upplýsingar eru teknar úr ágætri grein í Mbl. 7. nóv. höf. Arnór G. Ragnarsson.)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook