13.11.2016 | 06:24
Bæn Frans frá Asisi
Herra, notaðu mig til þess að útbreiða friðinn þinn!
Þar sem er hatur, láttu mig sá kærleika,
þar sem er misgerð, fyrirgefning,
þar sem er efi, trú,
þar sem er örvænting, von,
þar sem er myrkur, ljósi,
þar sem er hrygð, gleði.
Ó, himneski herra, hjálpaðu mjer ekki að leita huggunar, en öllu heldur að hugga.
Ekki að vera skilinn, en öllu heldur að skilja.
Ekki að vera elskaður, en að elska.
Því að þegar vjer gefum, öðlumst vjer sjálfir.
Þegar vjer fyrirgefum, er oss sjálfum fyrirgefið.
Þegar vjer deyjum sjálfum oss, fæðumst vjer til eilífs lífs.
Frans frá Assisi.
Íslensk þýðing birtist í tímaritinu Norðurljósið árið 1945[1] : Góðan sunnudag kæru vinir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook