7.11.2019 | 00:44
Mjólkurframleisla í heiminum.
Stór hluti íbúa heimsins vinnur við mjólkurframleiðslu eða um einn milljarður hefur lífsviðurværi af mjólkurframleiðslu eða mjólkurvinnslu og sölu.Umræða um dýraafurðalaust fæði er frekur til umræðu hjá ríkara fólki en á heimsvísu er þessi umræða ekki hávær enn sem komið er.
Aukin áhersla á sjálfbæra mjólkur framleiðslu er samt veruleiki en flest stærri afurðafélaga í heiminum hafa markað skýra stefnu í átt að sjálfbærri mjólkurframleiðslu þ.e. framleiðslu sem hefur ekkert "fótspor"
Þrátt fyrir mörg fyrir sjáanleg vandamál er ekki til næg þekking á öllum hliðum framleiðslunnar að gera hana fótsporalausa með öllu enda þarf slíkt ekki að ná til framleiðslunnar á kúabúunum, flutningi á mjólk; allri vinnslu,pökkun kælingu og sölu.
Stóru fyrir tækin hafa ákveðið þrátt fyrir vandamál að fara þessa leið og varða þannig leiðina fyrir smærri fyrirtæki er ekki hafa burði til fjárfesta í þróun og rannsóknum til að draga úr "fótspori" framleiðslu sinnar sinnar.
Nú er spáð af efnahags - og framfarastofnuninni(OECD) að mjólkurframleiðalsa muni aukast næstu áratugi en heldur minna eða um 1,7% og að árið 2028 verði mjólkurframleiðslan komin 981 milljarða kg en í dag er ársframleiðslan 843 milljarða kg.
í Asíu og Afríku er mjög vaxandi framleiðsla en langt undir því sem við þekkjum í Evrópu.(Bændablaðið)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:57 | Facebook