LOFTLAGSFÓBÍAN?

Mikil umræða hefur verið um loftlagshlýnun og aðra mengun í heiminum undanfarið. Við sem erum eldri munum umtalverðar sveiflur í náttúrunni síðustu fjörutíu árin; 1949 til 1950 var mikið snjóa- og harðindaár. Sumarið áður kalt og rigningarsamt og lítið um hey. Árið 1979 var harðindaár með hörkufrosti frá jólum og fram í júní ,1980. Lagarfljótið lagðist þykkum ís er fór ekki fyrr en eftir miðjan júní ef ég man rétt.Hægt var að keyra þvers og kruss um fljótið og gott hestfæri - engar hættulegar vakir eins oft er á fljótinu.

Þá voru mörg köld ár tún urðu mjög kalin og erfitt með hey, og voraði seint frá 1949 til u.m.þ.b. 1990.

Löngu áður en íslenskir fjölmiðlar fóru almennt að tala um hlýnun jarðar og gróðurhúsaáhrif reyndi Magnús Jónsson, veðurstofustjóri að benda á hlýnun jarðar en fékk litlar undirtektir.

Nú er Magnús úthrópaður "afneitunarsinni" m.a.af ÞÁTTASTJÓRENDUM RUV.

Trausti Jónsson , veðurfræðingur hefur varað fólk við fullyrðingaflaumi í umræðunni þar sem flækjustig í loftslagsmálum sé afar mikil. Hækkun á hita  snýst ekki bara um losun manna á koltvíssýringi.

Kynt er undir umræðuna af djöfulmóð og jafnvel upphrópunum um að enginn verði morgundagurinn.Talað er um loftlagskvíða og kulnun  vegna óstjórnlegs ótta sem skapast hefur  af upphrópunum um að mannkynið sé að farast næstu tíu til tuttugu árin.

Væri ekki rétt að slaka á aðeins  og skoða mögulegar afleiðingar áður en lengra er haldið?....   (Bændablaðið)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband