25.11.2019 | 22:16
FORSETAFRAMBOÐ "DOLLARASTRÍÐ"
Micghael Bloombeerg, fyrrverandi borgarstjóri New York-borgar og milljarðamæringur ætlar að bjóða sig fram til forseta USA og hyggst nota 31 milljón dollara í herferðina gegn Trump.
John Baden ætlar líka í framaboð; eitthvað hefur hann af dollurum í veskinu. Von er á skemmtilegri baráttu því ekki vantar Donald Trump, forseta dollarana.
Það er bara spurning hvað fjármagn vinnur "dollarastríðið" gott fyrir Trump að þeir fari báðir fram held bara að hann vinni.
Því fleiri sem bjóða sig fram til forseta því meiri líkur til að Donald Trump vinni "dollarastríðið".
Það verður skemmtileg að fylgjast með kosningasjónvarpinu þegar þar að kemur. Horfði síðast og skemmti mér vel, minnisstæðast er mér ræða Frú Clinton eftir að hún tapaði - hefði átt að sýna þá hlið meira í kosningabaráttunni.
Get ekki að því gert að ég held með Donald Trump, ekki má gleyma að hann rekur ættir sínar til Þýskalands og Írlands að mig minnir.
Kaupir auglýsingar fyrir 31 milljón dollara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook