Kvótabrask Landsvirkjunar/Orkustofnunar með loftlagshlýnun!

Flestir fjölmiðlar og pennar standa nú á öndinni út af braski Samherja í Namibíu; ekki minni nauðsyn, að veita braski Landsvirkjunar/Orkustofnunar athygli á loflagskvóta.

"MEÐ AFLÁTSBRÉFUM FRÁ ÍSLANDI GETA FYRIRTÆKI FENGIÐ UMHVERFISVOTTANIR SEM NÝTA MÁ SEM RÖK FYRIR HÆKKUN VÖRUVERÐS.

VIÐSKIPTAVÖNDLAR MEÐ KOLEFNISKVÓTA BÚNIR TIL Í NAFNI LOFTLAGSHLÝNUNAR!

Stöðugt minni hluta raforku er framleiddur með endurnýjanlegum orkugjöfum; sá hluti var aðeins 11% á árinu 2018.Þá er 34% orkunnar sögð framleidd með  kjarnorku og 55% með kolum,olíu og gasi vegna sölu upprunavottorða úr landi.

Æpandi þversagnir eru í þessum tölum því á sama tíma segir Orkustofnun raforku á Íslandi sé framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum.

Allt á þetta þó skýringar í sölu íslenskra  orkufyrirtækja á uppruna- eða hreinleikavottorðum raforku til erlendra framleiðslufyrirtækja sem nota  "óhreina orku" til að framleiða sína voru.

Í staðin verða íslensku orkufyrirtækin skrá á sig mengun sem hlýst af framleiðslu erlendu fyrirtækjanna.

Samt hefur hvorki farið fram sala á orku frá Íslandi né raunverulegur innflutningur á C02 OG KJARNORKUÚRGANGI TIL ÍSLANDS. 

í kynningu Landsvirkjunar á hreinleikavottorðum hefur erlendum kaupendum verið bent á að þeir geti síðan notað vottorðin til að fá ýmiskonar umhverfisvottanir og selt sína vöru í skjóli þeirra á hærra verði en ella...(Bændablaðið 5.des, nr.552)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband