12.12.2019 | 14:11
"Æðsta ósk Sjálfstæðisflokksins að skaða RÚV"?
Stefán Ólafsson,prófessor HÍ notar yfirskrift yfir grein sína í DV: Æðsta ósk Sjálfstæðismanna að skaða RÚV".Eftirfarandi blogg er svar mitt við greininni:
RUV var hápunktur alls í afþreyingu þegar ég var barn allir elskaðu útvarpið mikið mál þegar batteríið kláraðist langt að fara í hleðslu en svo eignuðumst við annað batterí; enginn missti af neinu.
Nú er öldin önnur RUV er tröllvaxið fyrirtæki gnæfir yfir alla fjölmiðla í landinu. Útvarpið Rás 1 flytur sömu hundleiðinlegu þættina alla virka daga þrisvar eða fjórum sinnum á sólarhring .
Góðir partar á sunnudagsmorgnum og laugardagsmorgun- útvarpssaga er aldrei lesin nema til að ungir höfundar kynni sig sem er þörf á; en góð bókmenntaverk heyra sögunni til.
Kveikur er hlutdrægur fréttaþáttur. Nú tröllríður Samherjamálið samfélaginu - af hverju má ekki kanna loftslagskvóta braskið með hreint íslenskt loft hjá Landsvirkjun og Orkustofnun til erlendra fyrirtækja.
Þá er nauðsynlegt að kanna Krakkafréttir ; þær eru fluttar án þess að gæta hlutleysis ekki gott fyrir börn sem eru að þroskast. Þá eru fluttar daglega ísmeygilega fréttir af Donald Trump forseta USA; aldrei neitt jákvætt það er "sagt er" eða heyrst "hefur" stíll Gróu frá Leiti.("Efstaleiti")
Nauðsynlegt er að RUV dragi saman og skipuleggi sig upp á nýtt
Nær engir átt að RUV fái fleiri milljarða frá almenningi án aðhalds. Má segja að RUV standi óbeint í vegi fyrir framleiðslu íslensk efnis í máli og myndum vegna þess þeir hafa fjármagnið.
Skiptir miklu máli að ráða góðan útvarpsstjóra á borð við Þórarinn Eldjárn, rithöfund og lista mann sem er samgróinn íslenskri þjóð og menningu.
Út í hött að kenna Sjálfstæðisflokknum um hvernig komið er fyrir RUV er orðið ofurríkisvætt fyrirtæki lítur aðeins eigin þóknanlegri ákvörðun; vonandi leggur HÍ þeim gott til.
Rétt að taka fram að uppistaða efnis í sjónvarpinu eru gamlir margendurteknir sjónvarpsþættir; ekki fer fjármagnað til "spillis" hjá RUV ?
Núna þessa stundina er bókmennta þáttur stundum góður með pörtum en en fer að vanta endurnýjun - Gott að Kolbrún og Páll tækju sér "smápásu".
"Í Guðs friði" eins og fyrsti útvarpsstjórinn sagði alltaf eftir lok síns máls.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.12.2019 kl. 12:11 | Facebook