14.12.2019 | 01:40
Er landsbyggðin "afdalabyggð" þegar hamfarir ganga yfir landið?
Hamfaraveður,slys og tjón á verðmætum hafa yfirgnæft allt samfélagið um allt landið, mismunandi mikið en snerti alla. Kaldur veikleikinn varð annar en haldið var.
Óveðrið vakti okkur landsbyggðafólk upp við vondan draum. Við bjuggu ekki við það öryggi þegar hættu bar að höndum eins og nauðsynlegt hefði verið..
Almannavarnir stóðu ekki undir því hlutverki er þeim var ætlað. RÚV féll út hér og þar,tjón vegna rafmagnsbilunar var ofviða þeim ríkisstofnunum sem um það sjá,farsímakerfið slitnaði, vegakerfið meira og minna í molum ; allt grunnkerfið stóðst ekki álagið í óveðrinu.
Kastljósið tók málið til meðferðar, fátt varð um svör en vandinn þó viðurkenndur og að gagngerðar breytingar væri þörf.
Það er mikill munur á Reykjavíkursvæðinu þar sem fjöldann býr og okkur úti á landsbyggðinni. Þar eru völdin sem ráða hvert fjármagnið fer og greinilega umtalsverður mismunur.
Oftar en ekki tönglast talnasèrfræðingar og aðrir málsmetandi spekúlantar á, að við höfum fleiri þingmenn hlutfallslega en stóreykjavíkursvæðið.
Veruleikinn blasir við; erum afskipti úti á landsbyggðinni jafnvel eru almannavarnir í mikilli óreiðu ef stærri samfarir yrðu; eldgos og jarðskjálftar?
Ef við ætlum að lifa af erfiða tíma verðum við að vera ein þjóð í einu landi vonandi breytist það annars lifum við ekki af sem þjóð í harðbýlu landi.
Skammarlegt, forfeður okkar í gegnum aldirnar yfirstigu hamfarir,hungur, plágur í mönnum og skepnum og þraukuðu Þorrann og Góuna og komust lífs. af.
.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:46 | Facebook