Kynslóðaskipti í stjórnmálum.

Allt bendir til að kynslóðaskipti séu afgerandi hjá Bretum. En er það ekki staðreyndin í Evrópu og hjá okkur á Íslandi?

Eldra fólkinu fjölgar, ungu kynslóðinni fækkar hlutfallslega meira. Ungt fólk menntar sig mikið án þess að eiga börn jafnvel nokkrar háskólagráður. Þá er t.d menntun lækna mjög löng.

Eldra fólkið hefur það betra en áður gerðist og lifir lengur. Reikna má með þessari þróun hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Eftir því sem eldra fólkinu fjölgar hefur það afgerandi áhrif á stjórnmálin. Held að það sé ekki svo slæmt að öllu leyti þá jafnast hagsmunir milli kynslóða en eldri kynslóðin hefur átt í vök að verjast með lífskjör sín í langan tíma.

Þeir sem hafa barist fyrir okkur hér á landi eru  að mestu leyti velaunaðir eftirlaunaþegar sem ekki eiga  hagsmuna að gæta sjálfir?

Ef til vill jafnar þetta kynslóðabil sig eitthvað en eins og við vitum hefur verið flutt inn mikið af erlendu fólki til Evrópu (Tyrkir)til að vinna þau verk sem við viljum helst ekki gera sjálf.

En það fylgir böggull skammrifi ekki eru allir ánægðir með erlent fólk í sínu landi - og virðist vera orðið slæmt ástand í Svíþjóð.


mbl.is Áfram afgerandi kynslóðabil í breskum stjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband