Fjórði sunnudagur í Aðventu

Lítið barn kom kom inn í herbergi, Með tárin á augunum sagði það: "Mér finnst ekki gaman þegar slökkt er á ykkur".

Þá svaraði fjóðra kertið: "Ekki vera hrætt, kæra barn. Meðan ljós er á mér getum við kveikt á hinum kertunum. Ég heiti von". Það var gleðisvipur á andliti barnsins þegar það notaði ljósið á vonarkertinu til þess að kveikja á kærleikskertinu,trúarkertinu og friðarkertinu. Að því loknu sagði barnið við sjálft sig: "Nú geta jólin komið í alvöru".innocent

Fyrir 40 árum orti norski rithöfundurinn Sigurd Muri um aðventukertin fjögur sem kallast "Na tenner vi det forste lys"

Lilja Sólveig Kristjánsdóttir þýddi ljóðið, VIÐ KVEIKJUM EINU KERTI KERTI Á:

Við kveikjum einu kerti á .

Hans koma nálgast fer

sem fyrstu jól jötu lá 

og Jesúbarnið er.

Við kveikju tveimur kertum á 

og komu bíðum hans,

því Drottinn sjálfur soninn þá

mun senda í líking manns.

Við kveikjum þremur kertum á,

því konungs beðið er,

þótt Jesús sjálfur jötu og strá,

á jólum kysi sér.

Við kveikjum fjórum kertum á.

Brátt kemur gesturinn,

og allar þjóðir þurfa að sjá,

að það er frelsarinn.

 

(Vísindavefurinn)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband