24.12.2019 | 12:52
Aðfanfdagskveld - ljósið í myrkrinu
Nú styttist í hátíðina senn verður heilagt kl.sex eins og sagt er. Allt hljóðnar og kyrrð færist yfir.
Þá koma minningarnar upp í hugann hjá mörgum; mér verður hugsað til bernskujóla minna í sveit, er svo heppin að eiga minningar sem gott er að hverfa til.Mín fyrstu bernskujól sem ég man eftir eru aftur til þess tíma þegar ekki var rafmagn.
Þeim tíma fylgdi oft myrkfælni er ég fór ekki varhluta að. Þorði ekki um hús að ganga eftir að myrkva tók nema hafa ljós í hendi.
Eitt kveld var undantekning,það var aðfangadagskveld, þá var ég örugg; fannst að ekkert illt gæti verið á sveimi meðan Jesúbarnið yrði gestur.
Jólaundirbúningurinn fór fram á heimilinu, allur valkostur, hreingerning er alltaf fylgdi mikil stemming.Mitt hlutverk var var að fægja lampana og þótti mikið vandaverk.
Á mannmörgu heimili var ekki gefið allir ættu til skiptanna í rúmið. Það kom ekki að sök því hinn svokallaði fátækraþerrir kom alltad á Þorláksmessu til að þurrka þvottinn.Undirbúningi lauk þegar hangikjötið var soðið á Þorláksmessu.
Kl. sex settust allir hreinir og prúbúnir að jólaborðinu þar sem bæði rjúpur og hangikjöt voru á boðstólnum.
Ekki voru jólagjafir margbrotnat,kerti og spil fastir liðir, ein bók á mann ef hægt var og þótti mikil stórgjöf.
Tilhlökkunin var samt engu minni en nú; við áttum sannarlega gleðileg jól. (Áður birt 2006)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:00 | Facebook