27.12.2019 | 14:16
TÍU LITLIR NEGRASTRÁKAR
Ræddum um jólagjafir yfir kaffinu í morgun, hvað við fengum í jólagjöf sem börn, man að Björn bróðir minn fékk bókina "TÍU LITLIR "NEGRASTRÁKAR", var mikil uppáhaldsbók hjá okkur öllum.
Negrastrákarnir voru lesnir aftur og aftur alveg upp til agna. Við dáðum þessa drengi og fannst þeir hugrakkir og bráðskemmtilegir.
Aldrei var rætt um litarhátt og okkur fannst þeir venjulegir strákar í barnsminninu.
Allt í einu er bókin hrópuðu upp í fjölmiðlum er talin fordómafull fyrir börn.
Óskiljanleg bókmenntafræði eða sálfræði.
Orðið "niggari" þótti fordómagult orðskrýpi;Las bókina "SVERTINGJADRENGUR"' heimsfræg bók eftir Richard Wright; þar er orðið niggari notað í lítilsvirðandi og fordómafullan hátt. Þvert á móti eru orðin "SVRTINGJADRENGUR"sem er titill bókarinnar og orðið negri ekki notað með niðrandi hætti.
Svo spretta alls konar fræðingar upp og tala niður "TÍU LITLA NEGRASTRÁKA" óhæfa til lestrar fyrir börn. Búa til fordóma sem við systkinin höfðum aldrei heyrt sem börn.
"Miklar sköpunargáfur" hljóta þessir vaktmenn að hafa í réttindabaráttu fyrir svart fólk.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.12.2019 kl. 00:06 | Facebook