ÁRAMÓT — UNGA KYNSLÓÐIN AUSTURVELLI –

Árið 2020 er gengið í garð með allar okkar vonir og heit að verða betri manneskjur. Áramótaskaupið frábærlega sett fram, beitt stundum en óhjákvæmilegt, RUV á þakkir skildar fyrir góðan þátt.

Eins og vænta mátti báru umhverfismálin á góma;við eldri fengum okkar skerf og unga kynslóðin sinn skerf.

Beini orðum mínum til unga fólksins er kemur vikulega saman á Austurvelli:

Þið eruð framtíðin og berið ábyrgð á framtíðinni ekki síður en við eldri kynslóðin á leiðinni út.

Hvað ætlið þið að hafa fyrir áramótaheit?

Þegar ég var barn fengum við kerti og spil ef hægt var; ein bók á mann þótti stórgjöf.

Hvernig væri að þið lítið í eigin barm og minnkið einkaneysluna um 70%?

Erfitt markmið þið fáið fjármálakerfið og verslanir á móti ykkur.Hvað með það látum það koma í ljós" veit að mín kynslóð stendur heilshugar með ykkur"

GLEÐILEGT ÁR.

 

 

 

Ekq

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband