MYNDIR AF FORSETAHJÓNUNUM

Margar ríkisstofnanir hafa myndir af öllum forsetum er hafa  verið kjörnir hér á landi og er það í virðingaskyni.Undarlegt að lífsförunautar/makar forsetanna eru ekki með. Þó makarnir séu ekki kosnir væri það viðeigandi að þeir væru hafðir upp á vegg líka.

Gera má ráð fyrir að makar forsetanna hafi samþykkt framboð þeirra. Um leið og forsetinn hefur verið kjörinn verður hann opinber persóna og fjölskylda hans verður það beint/óbeint.

Makinn fer með forsetanum í opinberar  heimsóknir og móttökur hér heima.Fjölakylda forsetans er því opinber og einkalífið ekki með sama hætti meðan forsetinn situr við völd.

Vel væri við hæfi að forsetahjónin væru bæði í mynd upp á vegg hjá õllum ríkisstofnunum í virðingarskyni við forsetaembættið og forsetahjónin.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband