28.1.2020 | 00:56
Tæknilegar varnir â Mannlegt innsæi í náttúruhamförum.
Náttúruöflin hafa minnt á sig með illviðri,snjóflóðum og ógnum ámeð eldi og brennisteini. Okkur er kippt inn í kaldan veruleikann;stöndum höggdofa og hjálparlaus gegn ógnarvaldi höfuðskepnanna.
Gular viðvaranir,allt kerfið í viðbragðsstöðu.
Minnistæð er konan á Flateyri er ekki sætti sig við tillögur um snjóflóðavarnir er sérfræðingar lögðu fram fyrir bæjarbúa. Taldi hún þær myndu ekki ekki verja höfnina. Orð konunnar voru slegin snarlega af borðinu; allt væri undir kontroll.Annað kom í ljós snjóflóð svipti burtu höfn og bátum í einu vettvangi.
Þrátt fyrir alla heimsins tæknilegu aðgerðir ættu sérfræðingar og tæknifræðingar að hlusta á mannlegt innsæi í tengslum við heimabyggð.
Umrædd tillaga gerði heimamenn örugga og uggðu þeir ekki að sér þrátt fyrir viðvaranir og hættu á snjóflóðum.
Minnisstætt er það sem Hjálmar maðurinn minn á Bakkafirð sagði, þegar óveður var í aðsigi og þeir komu af sjónum; þá drógu þeir bátana samtaka upp í fjöru þá var engin bryggja.
Seinna kom bryggja og krani og allt varð auðveldara.En þá voru engar gular viðvaranir eða sérstakar veðurspár.
Í þá daga litu sjómenn til lofts á skýjafar- og á loftvog.Þrátt fyrir framfarir í veðurspám, snjóflóðum og tækni má fólk aldrei hætta að trúa á eigin innsæi og reynslu er eingöngu fæst í samskiptum við náttúruöflin.
Ef sjómenn á Flateyri hefðu haft nokkurn grun um að höfnin færi ef kæmi snjóflóð; hefðu þeir ef til vill fært bátana til Ísafjarðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:59 | Facebook