Líffæragjöf - siðferðileg spurning um framkvæmd!?

Fram kemur í blaðinu í dag samkvæmt tillögu Ágústar Ólafs Samfylkingunni að væntanlegir líffæragjafar skrái vilja sinn í ökuskírteini sín. Segir það gefast vel í Bandaríkjunum.Siðferðilegar spurningar hljóta að vakna áður en leyft verður að setja viljayfirlýsingu fólks í ökuskírteini. Hægt hefur verið að lesa um á netinu, að í Kína hafi  dauðadæmdir fangar  orðið  líffæragjafar eftir dauða sinn. Jafnvel að fólki hafi verið rænt af götunni þar af glæpamönnum sem þeir síðan selja til líffæraflutnings.

Með skráningu líffæragjafar í ökuskírteini er auðvitað  hægt með skjótum hætti að vita, ef sá sem ferst í umferðarslysi er líffæragjafi eða ekki.Tæplega verður horft fram hjá þeim möguleika að glæpamenn geti ekki sett á svið “umferðarslys” til að ná í líffæri til sölu? 

Hægt  að fallast á nauðsyn þess við staðfestingu læknis um að viðkomandi sé látinn,  hvort hinn látni hafi viljað gefa lífæri sín, þegar slys hefur borið að höndum. Þó er hætta á að ósvífnir glæpamenn geti nýtt sér það með einhverjum hætti eins og fram hefur komið. Með nútímatækni er framkvæmanlegt  að koma umræddri viljayfirlýsingu fyrir án þess að hún sé í ökuskírteini  fólks?  Ef til vill er hægt  með tölvutækni, að læknir geti séð slíka viljayfirlýsingu, með því að setja dánarstaðfestingu viðkomandi inn í tölvu sjúkrahússins með litlum fyrirvara, sjái þá hvort viðkomandi hafi gefið líffæri sín. 

Að framansögðu kallar viljayfirlýsing líffæragjafar á siðferðileg umræðu þar sem  tryggð  er að fullnægjandi virðing verði borin fyrir lífinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband